Samfélög
Borgarfjörður eystri
Þú ert í góðum félagsskap á þessum fallega stað. Í þorpinu búa um 120 manns, ferðamenn koma til þess að njóta náttúrufegurðarinnar, Íslendingar koma í sína árlegu ferð á Bræðsluna og alls kyns fuglar heimsækja fjörðinn í nokkra mánuði á ári, auk þess sem konungbornir álfar búa á svæðinu. Já, þú getur meira að segja heimsótt þá í Álfaborgina, klettaborg sem stendur rétt við þorpið, þar sem drottning íslenskra álfa er sögð búa ásamt hirð sinni.
Djúpivogur
Á syðsta hluta Austurlands tekur fólk lífinu rólega. Hinn einstaklega fallegi bær Djúpivogur er hluti af Cittaslow (alþjóðlegt tengslanet bæja þar sem gott er að búa). Bæir sem taka þátt í Cittaslow hreyfingunni leggja áherslu á ósvikna framleiðslu, heilnæman mat í anda „slow food“ stefnunnar, heillandi handverkshefðir, og umhverfisvernd í takt við gleðina sem hlýst af hæglátu og friðsælu hversdagslífi.
Egilsstaðir
Egilsstaðir er stærsti bærinn á Austurlandi enda er hann eins konar miðstöð fjórðungsins. Þar má finna alla þá þjónustu sem ferðalangur þarf á að halda. Hinu megin við fljótið er systurbærinn Fellabær. Samanlagður íbúafjöldi er um 3000 manns.
Það er auðvelt að komast í Egilsstaði. Þangað er flogið a.m.k. daglega frá Reykjavík og strætisvagnar tengja Egilsstaði við stærri bæina á svæðinu. Egilsstaðir er frábær miðpunktur til þess að fara í ýmis konar leiðangra út frá. Bærinn stendur bókstaflega við Lagarfljótið (þar sem hinn frægi Lagarfljótsormur býr) og margar gönguleiðir liggja um og umhverfis bæinn. Rétt utan við Fellabæ er ein perlan í frábæru baðstaðasafni Íslands, Vök Baths.
Seyðisfjörður
Seyðisfjörður hlykkjast langur og mjór á milli hárra fjalla Austfjarða. Innst við minni fjarðarins, undir skjóli fjallanna Bjólfs (1085m) og Strandatinds (1010m), lúrir kaupstaður fjarðarins. Seyðisfjarðarkaupstaður er rómaður fyrir afslappað andrúmsloft, úrval menningarviðburða, fjölbreytt samfélag og einstaka náttúrufegurð sem býður upp á ótakmarkaða útivistarmöguleika.
Miðbærinn skartar litskrúðugum timburhúsum sem eiga fáa sína líka hér á landi, enda Seyðisfjörður þekktur fyrir einstaka þyrpingu norskra húsa frá aldamótunum 1900. Þar má finna ýmsar verslanir, upplifa einstaka matarupplifun og drekka í sig bóhem anda Seyðisfjarðar.
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar (Landamæramiðstöð)
Í upplýsingamiðstöðinni er hægt að fá ferðabæklinga af öllu landinu, götu- og göngukort, frímerki, póstkort, og fleira. Í ferjuhúsinu eru salerni, frí þráðlaus nettenging fyrir gesti, minjagripaverslu…
Framleiðsla úr héraði
Hús Handanna
Hús Handanna á Egilsstöðum er staðsett á fjölförnustu gatnamótum Austurlands og í hjarta Egilsstaða.
Verslunin var sett á laggirnar 2010 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að kynna og selja íslenska …
Fjóshornið
Fjóshornið er staðsett á Egilsstaðabúinu, en þar hefur sama fjölskyldan stundað búskap í hartnær 130 ár. Í Fjóshorninu er búið til skyr, ostur og jógúrt allan ársins hring en kaffihús Fjóshornsins er …
Aðrir (1)
Blöndubakki | Blöndubakki | 701 Egilsstaðir | 895-8929 |