Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um Reyðarfjörð
Hinn 30 kílómetra langi Reyðarfjörður er lengstur og breiðastur Austfjarðanna. Norðmenn starfræktu um tíma hvalveiðistöðvar í firðinum og fiskveiðar eru stór hluti af sögu staðarins. í dag er álver Alcoa Fjarðaáls einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu, sem gerir Reyðarfjörð að helsta iðnaðarsvæðinu á Austurlandi. Iðnaður á svæðinu kemur ekki niður á náttúrufegurð þess en Reyðarfjörður vakti mikla athygli þegar breska sjónvarpsþáttaröðin Fortitude var að hluta tekin upp í bænum.

Áhugaverðir staðir

Búðará
Grænafell
Hólmanes
Helgustaðanáma gönguleið
Geithúsaárgil
Barkurinn

Upplifun og afþreying

Gönguleiðir

Búðará
Búðará rennur þvert í gegnum byggðina á Reyðarfirði. Í miðbæ Reyðarfjarðar er að finna upphaf fallegrar gönguleiðar sem að liggur meðfram ánni í gegnum skógi vöxnum árbökkunum. Þegar komið er að Stríð…
Grænafell
Skjólsælt og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við þéttbýlið Reyðarfjörð. Auðfær, stikuð gönguleið liggur upp á fellið frá Fagradal. Á Grænafelli er lítið stöðuvatn. Sí…
Búðarárgil og Búðarárfoss
Falleg gönguleið frá miðbæ Reyðarfjarðar. Búarárfoss er að finna ofan við Reyðarfjörð. Fossinn er vatnsmikill og fellur niður Búðarkletta, áin rennur niður með miðju þéttbýli Reyðarfjarðar. Skemmtileg…
Helgustaðanáma gönguleið
Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni.  Helgustaðanáma er gömul silfurbergsnáma í landi Helgustaða í Eskifirði sem …

Veitingar og gisting

Aðrir (2)

Olís - Þjónustustöð Búðareyri 33 730 Reyðarfjörður 474-1147
Reydarfjörður Apartment Heiðarvegur 2 730 Reyðarfjörður +3546924488

Viðburðir

Hagnýtar upplýsingar