Vinsælir áfangastaðir
VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Hengifoss
Hengifoss er í norðanverðum Fljótsdal á móts við innri enda Lagarfljóts. Hann er næst-hæsti foss landsins, 128 m hár. Í fossbrúninni eru blágrýtislög en undir þeim sandsteinn.Í berginu finnast steingerðir trjástofnar sem vitna um mun hlýrra loftslag, enda er sandsteinninn myndaður á tertíertíma. Nokkru neðan við Hengifoss er annar foss, Litlanesfoss, lukinn óvenju fallegri stuðlabergsumgjörð.
Auðvelt er að ganga upp að Hengifossi frá upphafsstað en það tekur um 40-60 mínútur að ganga frá bílastæði að fossinum.
Hengifoss er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands.
Lesa meira
VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Hafnarhólmi
Í Hafnarhólma, sem stendur við bátahöfnina á Borgarfirði eystri, er afar gott fuglaskoðunarsvæði en hvergi á Íslandi er jafn auðvelt að komast í návígi við lunda. Lundinn sest upp í hólmann um miðjan apríl ár hvert og elur þar unga sína fram í ágúst, þegar hann heldur út á haf aftur fyrir veturinn. Í Hafnarhólma er einnig allstórt æðarvarp auk þess sem þar má sjá ritu og fýl og aðrar fuglategundir sem halda til í og við hólmann.
Borgfirðingar hafa undanfarin ár byggt upp góða aðstöðu fyrir fuglaáhuga- og útivistarfólk í kringum bátahöfnina. Fróðleikur um höfnina, fugla og náttúrufar eru til reiðu fyrir gesti og upp í hólmann liggja góðir göngupallar. Árið 2020 opnaði Hafnarhúsið þar sem meðal annars eru haldnar listasýningar og gestir geta sest inn á kaffihús og notið þess að fylgjast með hafnarstarfseminni og lífinu í Hafnarhólma.
Lesa meira
VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Regnbogagatan
Regnbogagatan á Seyðisfirði er líklega meðal mest mynduðu kennileita á Austurlandi, enda einstaklega skemmtilegt uppátæki hjá bæjarbúum sem hjálpuðust að við að mála götuna jafn fallega og raun ber vitni. Við enda regbogagötunnar stendur svo Bláa kirkjan sem laðar ekki síður að sér fagurkera.
Lesa meira
VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Hólmanes
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru. Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni. Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar. Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin.
Lesa meira
VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Stuðlagil
Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt og kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal (eða Jöklu) snarminnkaði. Þessi perla er Stuðlagil í Jökulsárgljúfri sem nefnt er eftir einni stærstu og fallegustu stuðlabergsmyndun á Íslandi sem þar er að finna.
Lesa meira
Vök Baths
Vök Baths
Einu fljótandi sjóndeildarlaugar landsins.
Vök Baths er staðsett við Urriðavatn í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum.
Lesa meira
Ferðasögur
-
Menningarsumarið á Austurlandi
Menningarlíf á Austurlandi er líflegt allt árið en á sumrin blómstrar það bókstaflega! Hér er ítarleg umfjöllun - en þó ekki tæmandi - um viðburði, söfn, sýningar og fleira í austfirsku menningarsenunni, sem er hreinasti óþarfi að láta fram hjá sér fara á ferð um landshlutann í sumar. -
Aktíf á Austurlandi
Sólin skín fyrir austan. Það er vart að hún setjist, og þér finnst ef til vill rétt að nýta alla þessa dagsbirtu. Austurland er rétti staðurinn til þess. -
Höfuðstaður lundans á Íslandi
Koma lundans er einn af þessum ljúfu vorboðum á Íslandi og dregur hann fjölda ferðamanna til Austurlands ár hvert. Óhætt er að fullyrða að hvergi er betri staður til að skoða lundann og fleiri sjófugla en í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra. -
Brugghús á Austurlandi
Bjóráhugi landans hefur heldur betur aukist á undanförnum árum með opnun handverksbrugghúsa um landið allt og hafa íbúar Austurlands og gestir svo sannarlega fengið að njóta þess. Hér fyrir austan eru starfandi þrjú handverksbrugghús sem leyfa hugmyndauðgi og forvitni að ráða för í framleiðslunni. Staðbundið hráefni, hvort sem það eru villtar austfirskar jurtir eða íslenskt wasabi – jú eða örnefni landshlutans, sem drykkirnir draga nafn sitt gjarnan af, gera þessa göróttu austfirsku drykki einstaka.
Ferðaleiðir
Austurströndin
Austurströndin
Það er margt hægt að upplifa og skoða við Austurströnd landsins. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjá daga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna.
Lesa meira
Flakkað um firði
Flakkað um firði
Á Austurlandi er margt að skoða og upplifa. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjá daga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna.
Lesa meira
FERÐALEIÐ
Fljótsdalshringurinn
Fljótsdalshringurinn er ein fjölfarnasta ferðaleiðin á Austurlandi enda er hún sennilega sú vinsælasta á meðal heimamanna. Þú finnur tengingar við söguna við hvert fótmál, sjálfbærni og matur úr héraði er í hávegum höfð auk fjölda gönguleiða. Þar er einnig að finna einn hæsta foss Íslands, Hengifoss.
Lesa meira
Um öræfi og dali
Um öræfi og dali
Það er margt hægt að upplifa og skoða á hálendi Austurlands. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjá daga í ferðina.
Lesa meira
Við ysta haf
Við ysta haf
Það er margt hægt að upplifa og skoða á við nyrstu strandir á Austurlandi. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjadaga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna.
Lesa meira
Viðburðir
Bæjarfélög
Borgarfjörður eystri
Þú ert í góðum félagsskap á þessum fallega stað. Í þorpinu búa um 120 manns, ferðamenn koma til þess að njóta náttúrufegurðarinnar, Íslendingar koma í
Breiðdalsvík
Breiðdalsvík er lítið og tiltölulega ungt fiskiþorp sem leynir á sér. Þaðan sem þorpið stendur við ströndina er fagurt útsýni yfir svartar strendur og
Djúpivogur
Á syðsta hluta Austurlands tekur fólk lífinu rólega. Hinn einstaklega fallegi bær Djúpivogur er hluti af Cittaslow (alþjóðlegt tengslanet bæja þar sem
Egilsstaðir
Egilsstaðir er stærsti bærinn á Austurlandi enda er hann eins konar miðstöð fjórðungsins. Þar má finna alla þá þjónustu sem ferðalangur þarf á að hald
Eskifjörður
Eskifjörður er eins og sýnishorn af Austurlandi, en það má segja að í firðinum sé allt dregið saman sem er heillandi við landshlutann í heild. Samspil
Fáskrúðsfjörður
Fáskrúðsfjörður kemur mörgum á óvart með framandi yfirbragði en fjörðurinn býr yfir sterkum sögulegum tengslum við Frakkland sem enn í dag eru áberand
Fljótsdalur og nágrenni Hengifoss
Fljótsdalur og ofanvert Fljótsdalshérað umhverfis Lagarfljót er þekkt fyrir veðursæld og skóga. Þar er Hengifoss, einn hæsti foss landsins, og önnur n
Mjóifjörður
Í landi sem er þekkt fyrir ósnortna staði sem eru úr alfaraleið, má samt færa rök fyrir því að Mjóifjörður sé sá afskekktasti. Mjóifjörður er 18 kílóm
Neskaupstaður
Neskaupstaður er sá þéttbýliskjarni sem stendur austast á Íslandi. Bærinn stendur á myndrænum stað við rætur himinhárra, fagurra fjalla. Fjörðurinn og
Reyðarfjörður
Hinn 30 kílómetra langi Reyðarfjörður er lengstur og breiðastur Austfjarðanna. Norðmenn starfræktu um tíma hvalveiðistöðvar í firðinum og fiskveiðar e
Seyðisfjörður
Litagleði og sköpunarkraftur eru áberandi á Seyðisfirði en bærinn einkennist af litskrúðugum húsum og fjölbreyttu listalífi. Síðustu ár hefur staðurin
Stöðvarfjörður
Stöðvarfjörður er eina þorpið á Austfjörðum sem Hringvegurinn liggur í gegnum og þar er margt áhugavert að skoða. Heimamenn stunda fiskveiðar, ferðaþj
Vopnafjörður
Vopnafjörður er nyrstur Austfjarða, liggur milli Héraðsflóa og Bakkaflóa, víðlendur og veðursæll. Vopnafjarðarhérað skiptist í þrjá dali og um þá fall
Allan ársins hring
Fylgdu okkur og
upplifðu Austurland
upplifðu Austurland
#easticeland @visitausturland