Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Eins og annars staðar á Íslandi kemstu í sund á Austurlandi en sundlaugar eru í flestum bæjum.

Sundlaugin Eskifirði
Skemmtileg útisundlaug sem er 25 x 12 metrar. Við laugina eru tveir heitir pottar, gufubað, buslulaug og 3 mismunandi rennibrautir. Frábært útsýni er frá sundlaugarsvæðinu yfir fjörðinn og fjöllin.  Laugin er sú nýjasta af sundlaugum Austurlands. Opnunartími Sumar: Mánudagar - föstudagar: 07:00 - 21:00 Laugardagar: 10:00 - 18:00 Sunnudagar: 10:00 - 18:00 Opnunartími Vetur: Mánudagar - fimmtudagar: 07:00 - 20:00 Föstudagar: 07:00 - 18:00 Laugardagar: 11:00 - 16:00 Sunnudagar: 11:00 - 16:00
Sundlaugin Stöðvarfirði
EINSTÖK ÚTILAUG MEÐ HEITUM POTTI Á Stöðvarfirði er einstaklega falleg útilaug rétt hjá skólamiðstöð staðarins. Sundlaugin var byggð árið 1982 en hún er 16,67 metrar að lengd.    Opnunartími: 15.maí - 15. september: Virkir dagar: 13:00-19:00  Helgar:13:00-17:00 Lokað á veturna.
Hótel Staðarborg
Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi. Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn. Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.
Selárlaug í Vopnafirði
Sundlaugin í Selárdal Sími: 473-1499 -  473-1331netfang: info@vopnafjardarhreppur.is Sundlaugin er staðsett 3,5 km frá þjóðvegi 85 á leið til Bakkafjarðar, 12 km frá Vopnafjarðarkauptúni. Laugin stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Rétt við sundlaugina er uppspretta með heitu vatni og var vatn úr þeirri uppsprettu notað til margra ára í sundlaugina. Í dag er uppsprettuvatnið nýtt til að hita upp vatnið í sundlauginni. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott við Selárlaug. Þar er nestisaðstaða og stór sólpallur ásamt rúmgóðum heitum potti og barnalaug. Laugin var byggð sumarið 1949 af félagsmönnum í Einherja, ungmennafélagi Vopnafjarðar. Byggðu þeir laugina að mestu í sjálfboðavinnu og var hún vígð sumarið 1950. Endurbætur hafa verið gerðar á lauginni og er hún í ágætu ástandi, ávallt hefur þess verið gætt að halda umhverfi laugarinnar snyrtilegu. Fram undir 1975 var sundkennslu þannig háttað að nemendur dvöldu 1/2 mánuð í vist í húsum laugarinnar og mun oft hafa verið glatt á hjalla á þessum sundnámskeiðum. Sundkennsla fer fram í sundlauginni að hausti og vori. Opnunartími Selárlaugar Sumar (1. júní  – 31. ágúst)mánudaga- föstudaga:      kl. 10:00 til kl. 22:00. laugardaga- sunnudaga:    kl. 10:00 til kl. 18:00. Vetur (01. sept. – 31. maí)mánudaga - föstudaga:     kl. 14:00 til kl. 19:00.laugardaga - sunnudaga:    kl. 12:00 til kl. 18:00.
Sundhöllin Seyðisfirði
Sundhöll Seyðisfjarðar þykir einstaklega heillandi. Hún er notaleg innilaug sem byggð var árið 1948. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins teiknaði laugina og hefur hún ávallt vakið verðskuldaða athygli gesta. Auk laugarinnar eru tveir heitir pottar og sauna og svo má ganga út í garð og njóta ferska loftsins. Opnunartímar September til maí : Mánu-, miðviku-, og föstudaga frá klukkan 7:00-10:00 og frá klukkan 16:00-20:00 Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00 Þriðju-, fimmtu-, og sunnudaga er lokað Júní til ágúst : Mánudaga til föstudaga frá klukkan 7:00-11:00 og 15:00-20:00 Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00 Sunnudaga lokað
Sundlaugin Djúpavogi
Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Vel búinn íþróttasalur, sundlaug með pottum, þreksalur og sauna er meðal þess sem er í boði.  Sumaropnun: Mán-fös: 07:30-20:30Lau & sun: 10:00-18:00Vetraropnun: Mán-fös: 07:30-20:30Lau: 11:00-15:00Lokað á sunnudögum. Facebooksíða Íþróttamiðstöðvarinnar  Forstöðumaður: Ari Guðjónsson, netfang ari.gudjonsson@mulathing.is 
Sundlaugin Egilsstöðum
Sundlaug - opnunartími Sumar (1. júní – 31. ágúst)Mánudagar – föstudaga 6:30 – 21:30Laugardaga og sunnudaga 9:00 – 17:00 Vetur (1. september – 31. maí)Mánudagar – föstudaga 6:30 – 20:30Laugardaga og sunnudaga 9:00 – 17:00 Héraðsþrek Héraðsþrek er líkamsræktarstöð sem rekin er af sveitarfélaginu í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.  Hún hefur upp á að bjóða vel útbúinn tækjasal til líkamsræktar og einnig minni sal þar sem hægt er að stunda ýmiskonar leikfimi. Opnunartímar Héraðsþreks eru þeir sömu og sundlaugarinnar.
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar er 12,5 metra innisundlaug með heitum útipotti. Sundlaugin var tekin í notkun árið 1948 og veitir byggingarstíllinn sundlauginni einstaklega hlýlegt og notalegt yfirbragð. Sundlaugarhúsið er tvískipt og var austurhluti þess leikfimisalur og samkomuhús staðarins á árum áður. Félag eldri borgara á Fáskrúðsfirði hefur nú þennan hluta til afnota fyrir félagsstarf sitt. Opnunnartími er mánudaga-fimmtudaga 16:00-19:00. föstudaga 15:00 -18:00 og laugadaga frá 10:00-13:00. Lokað er 29 júlí til 1. september Sjá opnunartíma sundlauga í Fjarðabyggð  
Sundlaugin Norðfirði
Stefánslaug er einstaklega glæsileg útisundlaug með heitum útipottum, gufubaði og tveimur stórum rennibrautum. Staðsett á sólríkum stað í hlíðum Neskaupstaðar, veitir sundlaugin rómaða sólbaðaðstöðu og einstaka fjallasýn út yfir Norðfjörðinn.  Stefánslaug var tekin í notkun árið 1943 og stendur því á gömlum merg. Á árunum 2001 til 2006 var sundlaugin endurbyggð nánast frá grunni, fyrst 25 metra sundlaugarkarið og síðan þjónustuhúsið. Skömmu síðar bættust svo stóru rennibrautirnar við aðstöðuna en þær njóta mikilla vinsælda, ekki hvað síst hjá yngstu kynslóðinni. Opnunartími Sumar: Mánudagar - föstudagar: 07:00 - 21:00 Laugardagar: 10:00 - 18:00 Sunnudagar: 10:00 - 18:00 Opnunartími Vetur: Mánudagar - fimmtudagar: 07:00 - 20:00 Föstudagar: 07:00 - 18:00 Laugardagar: 11:00 - 18:00 Sunnudagar: 13:00 - 18:00

Aðrir (1)

Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps Selnesi 25 760 Breiðdalsvík 470-5575