Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tjaldsvæðið Borgarfirði eystri
Tjaldsvæðisgestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu og sturtum (sturta gegn vægu gjaldi), eldunaraðstaðan er frí fyrir gesti. Smá eldunaraðstaða er í þjónustuhúsinu og rafmagn fyrir smátæki. Sturtur eru í þjónustuhúsinu. Góð aðstaða og rafmagnstenglar fyrir hjólhýsi og húsbíla. Góð aðstaða til að losa úrgang úr húsbílum. Sorptunnur eru á tjaldstæði og móttaka endurnýtanlegs sorps í áhaldahúsi Borgarfjarðarhrepps. Móttakan er opin frá 08:00-16:30. Vatnssalerni eru í þjónustuhúsinu. Gönguleiðir eru frá tjaldsvæði umhverfis og upp á Álfaborg en þar er hringsjá. Fyrir hjólhýsi og húsbíla er góð aðstaða en þar er m.a. rafmagnstenglar og góð aðstaða til að losa úrgang úr húsbílum. Sorptunnur eru á tjaldsvæðinu. Íbúar Borgarfjarðarhrepps eru um 140. Talsvert er af hreindýrum á svæðinu, en þau eru stygg og oft erfitt að koma auga á þau. Hafnaraðstaða á Borgarfirði er slæm frá náttúrunnar hendi enda fjörðurinn stuttur og breiður, en við Hafnarhólma austan fjarðar hefur verið gerð góð smábátahöfn. Frábær aðstaða er til fuglaskoðunar við Hafnarhólma. Þar eru tveir pallar fyrir fuglaáhugamenn og óvíða er betri aðstaða til að fylgjast með lunda og ritu. Lundinn kemur um miðjan apríl, en hverfur allur á braut á einni nóttu um miðjan ágúst. Góð aðstaða er líka fyrir fuglaáhugamenn í fuglaskoðunarhúsi í þorpinu. Víknaslóðir við Borgarfjörð frá Héraðsflóa í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. Þar er fjöldi áhugaverðra, vel merktra og stikaðra gönguleiða við allra hæfi, bæði stuttar leiðir fyrir alla fjölskylduna og lengri leiðir fyrir „fullorðna“. Aðgengi er mjög gott svo og allur aðbúnaður. Öflug þjónusta hefur byggst upp á svæðinu, svo sem góð tjaldstæði, fjölbreytt gisting, veitingar, söfn, leiðsögn, aðstoð við skipulagningu gönguferða og flutningar á fólki og farangri.
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum
Camp Egilsstaðir er miðsvæðis í Egilsstaðabæ, undir klettunum við Kaupvang. Þaðan er spölkorn í helstu verslanir og þjónustu. Á tjaldsvæðinu er rafmagn fyrir húsbíla, leiktæki fyrir börn, snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða, þvottavélar, þurrkarar, sturtur og salerni.  Á svæðinu eru einnig útiborð og bekkir og aðstaða til að vaska upp. Þjónustuaðstaðan er opin allan sólarhringinn og í byrjun árs 2022 var hún stækkuð um helming og nú, ásamt úti-eldunarskýli, er komin aðstaða innanhús til eldunar. Á háönn er nauðsynlegt að bóka og greiða fyrir tjaldsvæðið á netinu en möguleiki er á greiðslu í gegnum sjálfsafgreiðsluposa á lágönn ef móttakan er lokuð.    Tjaldsvæðið er opið allan sólarhringinn, allt árið um kring. Egilsstaðastofa Visitor Center er í þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu. Gistu hjá okkur á ferð þinni um Ísland en stutt er í alls kyns afþreyingu eins og Stuðlagil, Vök Baths, Hengifoss og fleiri frábærar náttúruperlur. Hægt er að bóka pláss fyrirfram á vef Camp Egilsstaðir sem og verðskrá.  Egilsstaðastofa Visitor Center er staðsett í þjónustuhúsi Camp Egilsstaða. Þar er hægt að fá upplýsingar um svæðið.  Hægt er að kaupa kaffi, te, póstkort, frímerki og fleira. Nánari upplýsingar um Egilsstaðastofu er að finna á vef Camp Egilsstaðir .
Tjaldsvæði Seyðisfjarðar
Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins, er umgirt trjágróðri og hólfað niður með kjarri. Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn. Tjaldsvæðið á Seyðisfirði er rómað fyrir góða þjónustu og hlýlegt umhverfi. á svæðinu er þjónustuhús með aðstöðu fyrir gesti. Eldunaraðstaða og seturstofa er í þjónustuhúsinu. Á tjaldsvæðinu eru sturtur, salerni, þvottavél, þurrkari, borðsalur, eldunaraðstaða inni, frír aðgangur að interneti, útigrill og aðstaða fyrir húsbíla, þar með talið rafmagn og hreinsiaðstaða fyrir húsbíla-wc. Í göngufæri er sjoppa, matvöruverslun, sundlaug, matsölustaðir, íþróttamiðstöð, sauna og heitir pottar, handverksmarkaður, Tækniminjasafnið, Skaftfell menningarmiðstöð og margt fleira. Tjaldsvæði Seyðisfjarðar er aðili að Útilegukortinu. Opið frá 1. maí til 30. september Aldurstakmark er 18 ára nema í fylgd forráðamanna. Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn.  
Ásbrandsstaðir
Ásbrandsstaðir eru utarlega, norðanmegin í Hofsárdal, um 7 km frá kauptúninu á Vopnafirði. Ef farið er um hringveginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturádal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofsárdal. Ef farið er um Hellisheiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920. Tvö sumarhús eru á Ásbrandsstöðum. Í öðru sumarhúsinu er gistiaðstaða fyrir allt að sex manns. Þar er góð eldhús og snyrtiaðstaða. Þvottavél er ekki í húsinu en hún er í aðstöðuhúsinu og snúrur eru bæði inni og úti. Einnig er sólpallur með fallegu útsýni með grillaðstöðu. Í hinu húsinu er svefnaðstaða fyrir tvo og baðherberbergi, einnig hafa gestir aðgang að aðstöðuhúsinu á tjaldsvæði.  Tjaldsvæði er á Ásbrandsstöðum. Tjaldsvæði fyrir alla, rafmagnsstaurar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Í aðstöðuhúsinu er eldunaraðstaða, ísskápur, salernis- og sturtuaðstaða, þvottavéla- og þurrkaðstaða bæði úti og inni.  Á tjaldsvæðinu er leiktæki fyrir börn. Golfvöllur er rétt hjá og stendur gestum til boða að leigja golfsett hjá okkur.  Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krönunum.  Síðasti landpósturinn á Íslandi bjó á Ásbrandsstöðum, Runólfur Guðmundsson. Faðir hans Guðmundur Kristjánsson var einnig landpóstur. Í minningu þeirra ætlum við að koma upp litlu safni hér á Ásbrandsstöðum. Ljóst er að starfi landpóstanna var oft á tíðum ansi erfiður þegar takast þurfti á við íslenska náttúru og veðurfar og einu fararskjótarnir voru hestar eða tveir jafnfljótir og yfir fjöll og firnindi að fara.
Tjaldsvæðið Reyðarfirði
Tjaldsvæðið er á fallegum stað við Andapollinn, lítilli tjörn á vinstri hönd við innkeyrsluna í bæinn. Á svæðinu eru sturtur, salernisaðstaða, þvottavél og rafmagn, en losun fyrir húsbíla er hjá þjónustumiðstöð Olís, skammt frá tjaldsvæðinu. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin á sumrin í Íslenska stríðsárasafninu við Heiðarveg.  Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu:  Salerni, kalt og heitt vatn, ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla (400 m), þvottavél, þurrkari, rafmagn, sturta, bekkir og borð, veitingahús (400 m), kaffihús (1 km), vínveitingar (1 km), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (400 m), fjallasýn,gönguleiðir, leikvöllur (1,5 km), íþróttavöllur (1,5 km), veiði, golf, heilsugæsla (800 m).  Opinn eldur bannaður,hundar í bandi leyfðir.  
Tjaldsvæðið Fáskrúðsfirði
Tjaldsvæðið á Fáskrúðsfirði er í friðsælu umhverfi við fallegt lón rétt innan við byggðina. Þar eru klósett og wc-losun fyrir húsbíla. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldriborgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst
Tjaldsvæðið Djúpavogi
Á Djúpavogi er mjög gott tjaldsvæði sem er staðsett í kjarna bæjarins, öll þjónusta í bænum í innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu. Miklir möguleikar eru á afþreyingu í Djúpavogshreppi. Má þar nefna að á Djúpavogi er ný og glæsileg sundlaug, mjög góður 9 holu golfvöllur, skemmtilegar gönguleiðir og boðið er upp á siglingu út í Papey. Í þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða, setustofa, þvottavél/þurrkari, auk þess er aðstaða til losunar/áfyllingar fyrir húsbíla og rafmagn. Hægt er að kaupa aðgang að interneti. Á tjaldsvæðinu bjóðum við upp á gistingu í smáhýsumi, gestir koma með allt það sem þeir myndu vanalega nota til þess að tjalda en í stað þess að gista í tjaldi er gist í notalegu litlu smáhýsi. Frá tjaldsvæðinu er fallegt útsýni yfir höfnina og víðar. Þá er öll helsta þjónusta í bænum innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu, sundlaug, verslun, söfn, veitingarstaðir og kaffihús o.f.l. Skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu og stutt til fjalls og fjöru. Afgreiðsla er á Hótel Framtíð.
Tjaldsvæðið Eskifirði
Tjaldsvæðið er í skógarreit við Bleiksána, rétt við innkeyrsluna í bæinn. Þar eru sturtur, snyrting, rafmagn og leiksvæði fyrir börnin. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í anddyri Sundlaugar Eskifjaðar og er hún opin allt árið. Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu: Salerni, kalt og heitt vatn, ruslagámar, rafmagn, sturta, sundlaug (200 m), heitir pottar (200 m), upplýsingamiðstöð (200 m), bekkir og borð, veitingahús (100 m), kaffihús (100 m), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (500 m), fjallasýn, gönguleiðir, leikvöllur, íþróttavöllur (100 m), veiði, golf (1,5 km), bátaleiga (2 km), heilsugæsla (800 m). Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldri borgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst.
Tjaldsvæðið Norðfirði
Tjaldsvæðið er á fallegum útsýnisstað við snjóflóðavarnargarðana í Drangagili, ofan við Víðimýri. Á svæðinu eru sturtur, snyrting, rafmagn, leiksvæði og strandblakvöllur. Ganga má upp á varnargarðana og njóta stórkostlegs útsýnis yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í anddyri Sundlaugar Norðfjarðar og er hún opin allt árið. Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu: Salerni, kalt og heitt vatn, upplýsingamiðstöð (600 m), ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla, rafmagn, bekkir og borð, fjallasýn, leikvöllur, íþróttavöllur, sturta, sundlaug (600 m), heitir pottar (600 m), veitingahús (600 m), kaffihús (600 m), vínveitingar (600 m), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (1 km), gönguleiðir, veiði, hestaleiga (6 km), golf (6 km), heilsugæsla (300 m). Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldri borgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1.júní - 31. ágúst