Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Breiðuvíkurskáli
Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar . Gistirými: 33 svefnpokapláss. Sími: Enginn. GPS: N65°27.830-W13.40.286. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.. Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin.    
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Húsavík
Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar . Gistirými: 33 svefnpokapláss. Sími: Enginn. GPS: N65°23.68-W13°44.42. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.. Arh: Skálinn er læstur á veturna, en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin 
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Loðmundarfjörður/Klyppstaður
Í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppsstað í Loðmundarfirði er gistirými fyrir 38 manns í svefnpokaplássum. Um er að ræða rúmgóðan gönguskála á leið hinna víðkunnu Víknaslóða. Ekki er sími í skálanum Gistirými: 38 svefnpokaplássGPS: N65°21.909-W13°53.787Annað: Timburkamína til upphitunar, gashellur til eldunar, eldhústjald, vatnssalerni, sturta, þurrkklefi, hleðslubanki fyrir síma og myndavélar, kolagrill og tjaldstæði.Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin. Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári gönguferðir á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og á heimasíðunni www.ferdaf.is. Eins stendur ferðafélagið fyrir gönguferðum annan hvern sunnudag allan ársins hring. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gönguskála. Þrír þeirra eru á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri; Í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Tveir eru við gönguleiðina á Lónsöræfum; Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn og einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála.
Laugarfell
Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja. Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells. Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.