Vök Baths
Vök Baths eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn, í einungis 5 mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum. Laugarnar eru fullkominn áningarstaður allra þeirra sem vilja upplifa beina snertingu við náttúruna og næra um leið líkama og sál.
View
Hús Handanna
Hús Handanna á Egilsstöðum er staðsett á fjölförnustu gatnamótum Austurlands og í hjarta Egilsstaða.
Verslunin var sett á laggirnar 2010 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að kynna og selja íslenska / austfirska vöru sem byggir á menningu okkar og lífstíl.
Hús Handanna er umhverfisvæn og listræn lífstílsverlsun með fjölbreytta flóru af íslenskri vöruhönnun, listhandverki, grafískri hönnun, fatahönnun, myndlist, ritlist o.fl.
Sérstök áhersla er á að bjóða vöru sem gerir umhverfinu og okkur sjálfum gott sem og sælkeravöru úr nærumhverfinu. Hjá Húsi Handanna færðu sjampóstykki í ferðaboxi, vaxklúta fyrir samlokuna, hlýja sokka, jafnvel góða bók, fallega gjöf og þinn eigin minjagrip um ferðalagið þitt. Ævinlega velkomin.
View
Adventura ehf.
Adventura er lítið gistiheimili og ferðaskrifstofa í Hamarsfirði í Djúpavogshreppi. Meðal þeirra ferða sem aðstandendur Adventura bjóða upp á eru náttúru- og menningarferðir í Djúpavogshreppi. Má þar nefni fuglaskoðunarferðir á svörtum söndum, jeppaferðir í fáfarna dali og menningarferðir þar sem m.a. er farið í einstakt steinasafn og boðið upp á tónleika í gömlum lýsistanki
View
Hálsaskógur
Hálsaskógur er á Búlandsnesi, skammt vestan við Djúpavog. Skógurinn er afar skemmtilegur en hann hefur verið grisjaður og þar settar upp trjátegundamerkingar og upplýsingaskilti, borð og bekkir. Í skógræktinni eru kurli lagðir göngustígar og svæðið hentar því einkar vel fyrir þá sem kjósa léttar gönguferðir.
View
Tjarnargarðurinn
Tjarnargarðurinn er lítill garður í hjarta Egilsstaða. Kjörinn staður til að njóta verðursældarinnar í skjóli trjánna, fara í lautarferð og allskyns leiki eða hreinlega slaka á og lesa bók.
Einnig er Frisbee golf völlur í garðinum sem er kjörin afþreying fyrir alla aldurshópa og eru leiðbeiningar að því hvernig leikurinn virkar á skilti við innganginn í garðinn nær Minjasafni Austurlands. Einnig er hægt að nálgast frisbee diska á Egilsstaðastofu niðri á tjaldsvæði fyrir þá sem ekki eiga þá.
View
Trjásafnið í Hallormsstaðaskógi
Í Hallormsstaðaskógi er trjásafn með um 80 tegundum trjáa og runna víðsvegar að úr heiminum. Trjásafnið er einstakt á landsvísu. Hefjið gönguna um trjásafnið frá bílastæðinu við þjóðveginn, þar sem einnig er salernishús, og fylgið göngustígnum. Gott er að gefa sér góðan tíma, 2 til 3 klukkustundir til að skoða og njóta útiverunnar. Tilvalið er að ganga niður að Fljótinu, snæða nestið sitt og hlusta á fuglasönginn.Skógræktarstarf á Hallormsstað hófst árið 1903 með því að girt var 12 ha svæði sem nefnist Mörk. Útbúinn var græðireitur á um hálfum hektara sem var upphaf gróðrarstöðvarinnar. Árið 1905 voru gróðursett um 50 blágrenitré efst í Mörkinni. Af þeim standa enn fimm tré og eru þau elstu grenitrén í Hallormsstaðaskógi, skammt fyrir neðan bílastæðið við trjásafnið. Í áranna rás hafa einstök tré og þyrpingar af ýmsum trjátegundum og kvæmum verið gróðursett í Mörkinni og þannig varð trjásafnið til.
View
Svörtu sandarnir við Djúpavog
Svæðið á Búlandsnesinu utan við byggðina á Djúpavogi er kjörið til gönguferða, til að upplifa fegurð og ævintýri, leika sér, fræðast og njóta fjarri erli hversdagsins í anda hæglætisstefnunnar cittaslow. Þar er einstaklega fallegt og fjölbreytt landslag, litbrigði í svörtum sandi, grónum hólmum og spegilsléttum tjörnum, auðugt fuglalíf og fullt af sögu. Þar er einnig mjög fagurt útsýni til fjalla og hafs. Hefja má gönguna með því að ganga frá byggðinni á Djúpavogi í austur með viðkomu á Bóndavörðu. Þaðan er frábært útsýni til allra átta og útsýnisskífa sem sýnir helstu örnefni. Til landsins eru margir áberandi tindar og fjöll og er Búlandstindur einna fegurstur og nafnkunnastur, hár og brattur píramídi við sunnanverðan Berufjörð. Út til hafsins blasa við eyjar og sker eins og perlur á bandi og er Papey þeirra stærst og kunnust. Í umhverfi Djúpavogs vekja sérstaka athygli áberandi kambar eða háar og þunnar klettabríkur, tröllahlöð, sem standa samsíða og setja ævintýralegan svip á umhverfið. Þetta eru berggangar, löngu storknuð hraun sem fylltu sprungur í eldsumbrotum fyrir milljónum ára. Vegna þess hve bergið í þessum berggöngum er hart hefur ísaldarjökullinn ekki náð að jafna þessa kamba við jörðu.
Halda má göngunni áfram frá Bóndavörðu í norðaustur eftir Langatanga eða fara beint til austurs niður að ströndinni og svo áfram til suðurs að Grunnasundi og yfir það út á sandinn. Grunnasund gæti þurft að vaða eða taka krók inn með því og fara fyrir enda þess. Einnig er hægt að ganga beint út á sandinn til suðurs veginn sem liggur að flugbrautinniog þá leið má einnig aka áleiðis. Umhverfið á Búlandsnesinu er mjög breytt frá því sem var á fyrri tímum þegar hólmarnir á sandinum sem enn bera eyjanöfn t.d. Úlfsey, Hvaley, Sandey og Hrísey og fleiri voru raunverulegar eyjar með bátgengum sundum á milli. Vötnin sem bera enn nöfn voga svo sem Breiðivogur og Fýluvogur voru þá raunverulegir vogar eða víkur. Eyjarnar eru nú landfastar og sundin orðin að sandbreiðum eða votlendi en landris og mikill sandburður hefur valdið því. Ætla má að gróðurfar hafi einnig tekið breytingum þegar sandurinn sótti á.
Sunnan Grunnasunds liggur leiðin áfram í Úlfsey. Áður fyrr þegar sund var milli hennar og meginlandsins var róið þar í gegn á bátum. Smátt og smátt grynntist sundið og heimildir segja að það hafi verið orðið fullt af sandi fyrir meira en 100 árum eða nokkru eftir 1880. Á Úlfsey er sagður vera fornmanns haugur, sem líklega hefur heitið Úlfur. “Enginn maður má þar svo fæti á land stíga, að hann syngi ekki eitt vers við hauginn, gjöri þar bæn sína eða leggi stein í hauginn,” segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Haugur sá sem talinn er vera Úlfshaugur er hálfgróin grjótþúst norðaustast á Úlfsey.
Frá Úlfsey er hægt að ganga til suðausturs í Hvaley. Á innanverðri Hvaley var kallað Lundabakkar. Syðst í klettunum upp af Lundabökkum er Hellir, talinn náttúrumyndun en hann hefur fyllst af sandi. Hann var að hluta grafinn út fyrir nokkrum árum síðan en hefur aftur fyllst af sandi. Talið er að fólk sem nytjaði eyjuna hafi hafst við i hellinum. Í eyunni voru slægjur og eggjatekja auk þess sem að þar var fjárhús.
Áfram er haldið göngu með viðkomu í Kálki þar sem eru hústóftir og síðan út í Sandey. Mögulegt er að klöngrast ofan í fjöruna í Sandey ef það er fjara og skoða helli sem þar er að finna. Til að loka hringnum er hægt að ganga meðfram flugvellinum upp að vötnunum Fýluvogi og Breiðavogi en fyrst má taka krók til vesturs yfir sandinn í Hrísey og Kiðhólma. Samkvæmt heimildum var búið í Hrísey fyrr á tímum og sjást þar tóftir. Heimildir eru um að á árabilinu 1500 fram undir 1600 hafi verið verslunarhöfn í Fýluvogi sem þá var skipgengur vogur. Þar hafi þá verið aðalhöfnin við Berufjörð en áður hafði höfnin verið í Gautavík á norðurströnd fjarðarins. Það voru þýskir kaupmenn frá Bremen, Brimarkaupmenn, sem versluðu við Fýluvog en Hamborgarkaupmenn versluðu við Djúpavog hinum megin á nesinu. Með tilkomu einokunarverslunarinnar árið 1602 lagðist verslun Þjóðverja af og eftir það voru Danir með verslun við Djúpavog. Talið er sennilegt að vörum hafi verið skipað upp á svonefnda Selaklöpp eða Selabryggjur sem eru klappir við Fýluvog. Sandburðurinn hefur gerbreytt aðstæðum og allar minjar sem eru sýnilegar við voginn núna eru taldar mun yngri en frá tíma hafnarinnar en frekari fornleifarannsókn gæti mögulega varpað ljósi á þetta. Fýluvogur hefur verið kallaður ýmsum nöfnum Fýluvogur, Fýluvík og Fúlivogur og Fúlavík. Einhverjir hafa velt fyrir sér hvort þarna hafi raunverulega verið daunillt t.d vegna rotnandi þangs. En aðrir telja að nafnið komi frá Dönum og hafi upphaflega verið kennt við fugla þ.e framburðinn á dönsku.
Við Fýluvog standa nú fuglaskoðunarhús til að auðvelda fólki að fylgjast með fjölbreyttu og iðandi fuglalífi þar. Votlendi,tjarnir og fjörur á Búlandsnesi eru afar áhugaverð fuglasvæði og því tilvalin til fuglaskoðunar einkum á vorin þegar farfuglar koma og fuglavarp stendur yfir en einnig er umferð farfugla um svæðið á haustin. Þarna er fjöldinn allur af vaðfuglum og mjög fjölbreytt andavarp t.d. brandönd og skeiðönd. Einnig hefur flórgoði verpt við tjarnirnar. Fyrir utan fjölda varpfugla hafa margir vaðfuglar og endur viðkomu á svæðinu vor og haust m.a. áhugaverðir flækingsfuglar. Aukvotlendisfugla sem eru áberandi á Búlandsnesinu má sjá sjófugla við ströndina, mófugla á holtum og móum og sé farið upp í Hálsaskóg, skógarreit innan við Djúpavog má rekast á glókollinn minnsta fugl Evrópu og fleiri skógarfugla. Hálsar eru annars einnig tilvalið svæði til gönguferða og náttúruskoðunar. þar er fjölbreytilegt og óvenjulegt landslag með sérkennilegum berggöngum.
View
Hafnarhólmi
Í Hafnarhólma, sem stendur við bátahöfnina á Borgarfirði eystri , er afar gott fuglaskoðunarsvæði en hvergi á Íslandi er jafn auðvelt að komast í návígi við lunda. Lundinn est upp í hólmann um miðjan apríl ár hvert og elur þar unga sína fram í ágúst, þegar hann heldur út á haf aftur fyrir veturinn. Í Hafnarhólma er einnig allstórt æðarvarp auk þess sem þar má sjá ritu og fýl og aðrar fuglategundir sem halda til í og við hólmann.
Borgfirðingar hafa undanfarin ár byggt upp góða aðstöðu fyrir fuglaáhuga- og útivistarfólk í kringum bátahöfnina. Fróðleikur um höfnina, fugla og náttúrufar eru til reiðu fyrir gesti og upp í hólmann liggja góðir göngupallar. Árið 2020 opnaði Hafnarhúsið þar sem meðal annars eru haldnar listasýningar og gestir geta sest inn á kaffihús og notið þess að fylgjast með hafnarstarfseminni og lífinu í Hafnarhólma.
View
Puffin Adventures
Puffin Adventures er fjölskyldurekin ferðaþjónusta á Borgarfirði eystra sem býður upp á RIB safari ferðir þar sem náttúra og dýralíf gegna lykilhlutverki.
Við bjóðum upp á einstakt sjónarhorn af stórbrotnu landslagi, siglum undir klettabjörg og komum þér í návígi við dýralífið á svæðinu. Okkar markmið er að skapa ógleymanlegar minningar sem endast ævilangt.
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram og á vefsíðunni puffin.is.
View
Þvottaá
Þvottá er syðsti bær í Álftafirði. Hallur Þorsteinsson, Síðu-Hallur, sem var meðal kunnustu landsmanna á söguöld, bjó þar í kringum aldamótin 1000. Hann tók við Þangbrandi presti og kristniboða einn vetur og tók skírn ásamt heimafólki sínu í ánni við bæinn og síðan var hún kölluð Þvottá. Neysluvatn bæjarins kemur úr Þangbrandsbrunni, þar sem Þangbrandur er sagður hafa haldið tíðir í tjaldi sínu á Mikjálsmessu. Þar hlýddi heimafólk Síðu-Halls á messu og skírðist síðan daginn eftir. Við brunninn er Þangbrandstótt, sem er friðlýst.
Þvottá var kirkjustaður fram á árið 1754 og prestsetur um skeið. Þar sést ennþá móta fyrir kirkjugarði. Mælifell (487m) er niðri við sjó og Sellönd eru nokkru norðar. Þetta svæði er prýtt litskrúðugu ríólíti og tröllahlöðum. Á þessum slóðum fann Björn Kristjánsson merki um ýmsa málma, s.s. gull, platínu o.fl., einkum í Geitursgili. Þessar bergmyndanir eru tengdar Álftafjarðareldstöðinni fornu, sem er að mestu horfin undir Álftafjörð.
Við Þvottá er minnisvarði um kristnitökuna og þar er skemmtilegt útivistarsvæði.
View
Æðarsteinsviti
Æðarsteinsviti stendur á Æðarsteinstanga. Hann dregur nafn sitt af fallegum kletti sem rís uppúr sjónum fyrir utan tangann og heitir Æðarsteinn. Vitinn er innan við Gleðivík og var byggður 1922. Þægileg ganga (1 km) er að Æðarsteinsvita út frá Tankinum á Djúpavogi.
View
Skíðasvæðið í Stafdal
Stafdalur er við þjóðveg nr. 93 á milli efri og neðri Stafs í Fjarðarheiðinni sem er á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Skíðasvæðið er í u.þ.b. 21 km. fjarðlægð frá Egilsstöðum og 8 km. frá miðbæ Seyðisfjarðar.
Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk.
Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra löng og er aðeins opin um helgar og hátíðardögum.
Neðri lyfta er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun.
Efri lyfta er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun.
Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli sem er opinn gestum.
Í Stafdal er mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.
View
Blábjörg Resort
Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.
Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál.
View
Fjord Bikes
Fjord Bikes eða Fjarðarhjól er lítið fjölskyldufyrirtæki á Borgarfirði eystra sem sækist eftir því að efla fjallahjólreiðar á Austurlandi og ferðamennsku á hjólum.
Við beitum nýjustu tækni og þekkingu við að þróa fjallahjólreiðaleiðir, samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um hönnun slóða sem og viðmiðum sem við höfum sjálf þróað í gegnum ítarlegar rannsóknir. Markmið okkar er að koma Borgarfirði á kortið sem gæða áfangastað til fjallahjólreiða á heimsvísu.
Við bjóðum upp á leigu á fjallahjólum (hjálmur innifalinn) sem og ferðum um svæðið á hjóli, þar sem fjallahjól er innifalið í ferðinni. Í ferðum okkar heimsækjum við fallega staði innan Borgarfjarðar, skoðum fugla og heilsum upp á kindur. Það er hægt að sníða ferðirnar að hverjum og einum svo það henti öllum þátttakendum, frá byrjendum til lengra kominna.
Þið finnið okkur á Instagram hér. Þið finnið heimasíðuna okkar hér.Tölvupósturinn okkar er fjordbikes@gmail.com
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
View
Hestaleigan Stóra-Sandfelli
Hestaleigan/ Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði.
Í boði eru 1-2 tíma hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni og er tímasetning þeirra eftir samkomulagi hverju sinni. Allar ferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.
Ferðaþjónustan býður einnig upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.
Gistiaðstaðan er opin frá 15. maí - 15. september.Hestaleigan er opin frá 1.júní-15.septemberTjaldsvæðið er opið frá 1. júní - 31.ágúst.
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
View
Finnsstaðir
Á Finnsstöðum er rekið fjölskyldufyrirtæki sem býður uppá gistingu, hestaleigu og hesthúsaheimsóknir allan ársins hring auk þess að bjóða uppá lítinn húsdýragarð á sumrin. Eigendur taka yfirleitt sjálfir á móti gestum og fara með þeim í reiðtúra. Miklar kröfur eru gerðar á gæði hrossanna en úrvals geðslag og frábært tölt eru grunndvallar atriði. Ferðirnar eru sérsniðnar að hverjum hóp og eru u.þ.b 1-2 klst. Hægt er að hafa samband með fyrirvara ef fólk hefur í hyggju að fara í lengri hestaferðir yfir sumartímann. Hestaleigan er alltaf opin en panta þarf í ferðir.
Gistingin á Finnsstöðum er í nokkuð stóru einbýlishúsi með 3 svefnherberjum með rúmum fyrir 6 manns. Húsið er rúmgott og búið öllum helstu þægindum. Góð nettenging er í húsinu og heitur pottur á pallinum. Í húsinu er þvottavél og þurrkari sem gestir hafa aðgang að auk að sjálfsögðu eldunaraðstöðu og frábært útsýni skemmir ekki fyrir.
Húsdýragarðurinn er opinn yfir sumartímann. Á bænum eru hænur og endur allan ársins hring auk hesta en á sumrin bætast við kálfar, lömb, svín, andarungar og jafnvel kanínur og naggrísir. Húsdýragarðurinn er opinn frá 10:00 - 17:00 frá 15.maí til 15.september.
Dýrin á bænum elska athyglina og oft eru börnin sem er í miklu uppáhaldi.
View
East Highlanders
East Highlanders er fjölskyldu fyrirtæki og er rekið af hópi reyndra ökumanna og leiðsögumanna sem hjálpa þér að skapa nýjar minningar á Austurlandi.
Við sem störfum hjá fyrirtækinu köllum okkar minningarsmiði, við bjóðum upp á dagsferðir um Austurland fyrir litla hópa ásamt því að taka móti stærri og minni hópum í Hallormsstaðarskógi.
Við byggjum á traustum grunni og höfum tekið á móti gestum síðan árið 2010. Markmið okkar er að veita eftirminnilega dvö á Austurlandi. Við kappkostum að vera félagslega og umhverfislega ábyrg, uppfylla þarfir gesta okkar og fara fram úr væntingum þeirra.
Endilega skoðaðu vefinn okkar og sköpum nýjar minningar saman.
DagsferðirUpplifðu Austurland í ró og næði. Dagsferðir eru fullkomnar fyrir minni hópa. Við bjóðum upp á jeppaferðir með leiðsögumanni sem fer með þig og þinn hóp um svæðið og skoðum helstu perlur Austurland. þú getur bókað ferð í Stuðlagil, Mjóafjörð og á Borgarfjörð Eystri. Einnig getum við búið til sérferð ef þig langar að skoða aðrar perlur.
HallormsstaðurÍ skóginum tökum við á móti hópum og bjóðum við upp á Axarkast Axarkast er ekki nýtt á nálinni, þetta er tilvalið fyrir þá sem hafa keppnisskap og vilja koma adrenalíninu af stað. Þessi afþreying fer fram utandyra og frábær fyrir þá sem vilja hafa gaman.
Við tökum einnig að okkur að skipuleggja hópefli fyrir hópinn þinn þar sem hægt er að bæta við bogfimi, ratleik og ketilkaffi. Hafðu samband og við undirbúum einstaka upplifun í skóginum.
Sköpum góðar minningar saman og sjáumst með góða skapið – East Highlanders teymið
View
Aðrir (4)
Veiðileyfi í Selfljót | Miðvangur 1 | 700 Egilsstaðir | 6987300 |
Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili | Húsey | 701 Egilsstaðir | 694-3010 |
Ferðaþjónustan Ekru | Ekra | 701 Egilsstaðir | 8680957 |
Sænautasel | Jökuldalsheiði | 701 Egilsstaðir | 853-6491 |