Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Langabúð-Byggðasafn - Ríkarðssafn
Langabúð er reist á grunni eldra húss og þar sem Langabúð stendur hefur verið verslun frá árinu 1589 er Þýskir kaupmenn frá Hamborg hófu verslunarrekstur á Djúpavogi. Langabúð hýsir safn Ríkarðs Jónssonar, ráðherrastofu Eisteins Jónssonar og minjasafn. Þar er einnig rekið yndælis kaffihús ásamt minjagripasölu.
Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands
Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, var stofnað 1998 af hópi áhugamanna um menningu og listir sem kallaði sig Skaftfellshópinn. Stofnár listamiðstöðvarinnar er einnig dánarár myndlistarmannsins Dieters Roth (1930-1998) en hann gegndi stóru hlutverki í menningarflóru Seyðfirðinga allt frá því að hann hóf að venja komur sínar í fjörðinn upp úr 1990. Skaftfellshópurinn samanstendur að miklu leyti af fólki sem naut mikilla og góðra samvista við Dieter og er tilurð miðstöðvarinnar sprottin úr þeim frjóa jarðvegi er hann átti þátt í að skapa á Seyðisfirði.  Starfsemin er staðsett í gömlu og glæsilegu timburhúsi að Austurvegi 42 á Seyðisfirði og var gjöf frá hjónunum Karólínu Þorsteinsdóttur og Garðari Eymundssyni. Í dag má þar finna sýningarsal og litla verslun á annarri hæð, gestavinnustofu fyrir listamenn á þriðju hæð og bistró á jarðhæð sem einnig geymir bókasafn bókverka og listaverkabóka. Starfsemi Skaftfells er helguð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Miðstöðin þjónar jafnframt sem vettvangur fyrir listamenn og áhugafólk um listir til að skiptast á hugmyndum, taka þátt í skapandi samræðum og verða fyrir áhrifum hvert af öðru í umhverfinu. Í miðstöðinni er öflug sýninga- og viðburðadagskrá, starfræktar gestavinnustofur fyrir listamenn og boðið upp á fjölþætt fræðslustarf. Jafnframt er hægt er að skoða verk eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Jón Emilsson (1931-1999) sem er að finna í Geirahúsi og er í eigu og umsjá Skaftfells. Hægt er að skoða húsið eftir samkomulagi. Einnig er hægt að skoða útilistaverkið Tvísöngur sem er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne en verkið vann hann í samvinnu með Skaftfelli árið 2012.  Skaftfell hlaut Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni árið 2013.  Nánari upplýsingar um sýningarhald, aðra starfsemi Skaftfells og opnunartíma má finna á skaftfell.is   Einnig er hægt að senda fyrirspurn á skaftfell@skaftfell.is
Tækniminjasafn Austurlands
Tækniminjasafn Austurlands hefur opnað á nýjan leik með sýningunni Búðareyri: saga umbreytinga Lítil landræma með fjölbreytta sögu og mannlíf Sýningin fjallar um sögu Búðareyrar frá 1880 til dagsins í dag og þær umbreytingar í búsetu, atvinnulífi, samfélagi og náttúru sem þar hafa átt sér stað. Breytingar sem segja ekki eingöngu staðbundna sögu heldur endurspegla jafnframt hluta af mun stærri sögu tækniframfara og mannlífsbreytinga síðustu 150 árin á Íslandi og víðar. Sýningin er til húsa í og við Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Eftir að fyrirtækið hætti starfsemi, hefur húsnæðið verið notað fyrir sýningar Tækniminjasafnsins. Saga Búðareyrar einkennist af miklum umbreytingum og er fjallað um þær út frá nokkrum þáttum sem þó skarast hver við annan: Upphaf byggðar Vélsmiðjan Samskipti og ritsíminn Hernámsárin Höfnin og fjörðurinn Verslun og viðskipti Náttúrufar og skriðuföll Opnunartímar Maí - ágústMánudaga - laugardaga kl. 10 - 17 September Mánudaga - föstudaga kl. 10 - 16 Október - aprílEftir samkomulagi : tekmus@tekmus.is AðgangseyrirFullorðnir: 1500 krBörn: 500 krLífeyrisþegar og nemar: 1000kr
Fjarðarselsvirkjun
Fjarðaselsvirkjun er elsta starfandi virkjunin á Íslandi, stofnsestt 1913 og lítt breytt frá upphafi. Það út af fyrir sig gerir hana mjög forvitnilega, en auk þess er hún ein af þremur til fjórum virkjunum sem mörkuðu afgerandi mest tímamót á öldinni. Meðal annars var hún fyrsta riðstraumsvirkjunin og frá henni var lagður fyrsti háspennustrengurinn. Ennfremur var hún aflstöð fyrstu bæjarveitunnar. Fyrir 90 ára afmælið 2003 ákvað RARIK að leggja áherslu á þaðö vægi sem virkjunin hefur í raforkusögu landsins og hafa hana til sýnis fyrir innlenda og erlenda gesti. Í því skyni var sett upp minjasýning í stöðvarhúsinu og stöðvarhúsið og næsta nagrenni lagfært. Nokkrum árum áður var virkjunarsvæðið endurskipulagt. Til þess að heimsækja Fjarðaselsvirkjun vinsamlegast hafið samband við Upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. Nálægð virkjunarinnar við Seyðisfjörð eykur einnig gildi hennar fyrir bæjarbúa og til dæmis eru hvammurinn og gilið hluti af útivistarsvæði Seyðfirðinga. Frekari upplýsingar: Sími: +354 472 1122 / +354 472 1551 Netfang: info@sfk.is www.fjardasel.is
Sláturhúsið
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs var stofnuð árið 2005 og er hlutverk hennar að ýta undir skapandi starfsemi,hvetja til þátttöku almennings og efla lista- og menningarstarf á Austurlandi. Menningarmiðstöðin er lykilstofnun við framkvæmd menningarstefnu sveitarfélagsins og leggur sérstaka áherslu á sviðslistir (performing arts). Önnur áhersla miðstöðvarinnar er lista og menningaruppeldi barna og ungmenna og því er áhersla á að sem flest verkefni hafi fræðslugildi auk hins listræna og menningarlega gildis.  Þó áhersla sé lögð á sviðslistir þá sinnir MMF / Sláturhús einnig öðrum listgreinum, meðal annars með myndlistarsýningum, kvikmyndasýningum, tónleikum auk annarra menningarviðburða.  Í Sláturhúsinu er einnig gestaíbúð og vinnuaðstaða fyrir listafólk.  MMF er til húsa í Sláturhúsinu við Kaupvang.
Minjasafn Austurlands
Minjasafn Austurlands varðveitir minjar um sögu, menningu og samfélag fjórðungsins. Á safninu eru tvær grunnsýningar, annars vegar sýningin Hreindýrin á Austurlandi og hins vegar sýningin Sjálfbær eining. Þar fyrir utan eru settar upp margvíslegar smærri sýningar yfir árið. Hreindýrin á AusturlandiÁ sýningunni er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverk. Á sýningunni er meðal annars hægt að horfa á kvikmyndina Á hreindýraslóðum eftir Eðvarð Sigurgeirsson frá fimmta áratug 20. aldar, hlusta á frásagnir hreindýraveiðimanna og virða fyrir sér fjölda ljósmynda og muna sem tengjast hreindýrum og hreindýraveiðum. Sjálfbær einingYfirskrift sýningarinnar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar, s.s. fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Með þess sýningargripa er baðstofa frá bænum Brekku í Hróarstungu. Upplýsingar um yfirstandandi sérsýningar og aðra viðburði má finna á heimasíðu safnsins. Opunartímar: September-maí: Þriðjudaga – föstudaga, 11:00-16:00 Júní – ágúst: Opið alla daga frá 10:00-18:00 Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma. Upplýsingar um aðgangseyri má finna á heimasíðu safnsins.

Aðrir (2)

Skálanes Náttúru- og Menningarsetur Suðurgata 2 710 Seyðisfjörður info@skala
Nönnusafn Berufjörður 1 765 Djúpivogur 478-8977