Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gönguferðir
Um Austurland liggja hundruðir gönguleiða af fjölbreyttu tagi í einstakri náttúru. Undanfarin ár hefur Austurland haslað sér völl sem eitt vinsælasta göngusvæði landsins enda möguleikar til útvistar nánast óendanlegir og henta öllum getustigum. Hvort sem stefnt er upp í móti, gegnum urðir með grjóti eða á þægilega styttri göngu með mörgum nestispásum þá ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi á Austurlandi. 
Dagsferðir
  Ferðalangar ættu ekki að vera í nokkrum vandræðum með að eyða fríinu sínu á Austurlandi enda nánast ótæmandi möguleikar til afþreyingar í formi útivistar, náttúruskoðunar, safna, skipulagðra ferða og viðburða árið um kring. Ferðaþjónar Austurlands bjóða upp á fjölbreytta kosti til dagsferða og afþreyingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og stærri hópa.  
Fjölskylduvænt
  Austurland býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna. Það er um að gera að stoppa við þá fjölbreyttu áningarstaði sem er að finna um allt Austurland og njóta saman. Hér eru tillögur að skemmtilegum, áhugaverðum og spennandi stöðum sem öll fjölskyldan hefur ánægju af að heimsækja.

Bæjarhátíðir á Austurlandi

Nearly every community in Austurland has its own town festival, where local heritage or culture is celebrated. Most of them are thrown during the summer when the nigths are bright and chances of sun are at its highest! Families and friends (and friends of friends) come together and enjoy each others company and all the activites on offer. Family-friendly fun!

 

Vopnaskak
Vopnfirðingar halda árlegu bæjarhátíðina Vopnaskak hátíðalega fyrstu helgina í júlí. Boðið er upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna dagskrá þar sem lögð er áhersla á að allir geti skemmt sér vel.
Ormsteiti
Héraðshátíðin Ormsteiti er menningarviðburður sem stendur yfir í nokkra daga á hverju hausti á Héraði og á hún að leggja áherslu á þessi tímamót.
Franskir dagar
Franskir dagar eru fjölskylduvæn sumarhátíð, með frönsku ívafi, sem haldin er á Fáskrúðsfirði í lok júlí ár hvert.
Skógardagurinn mikli
Skógardagurinn mikli er árleg fjölskylduhátið sem haldin er í Hallormsstaðaskógi í júní. Dagurinn byrjar yfirleitt á skógarhlaupi og fjölskylduvænu skemmtiskokki. Formleg dagskrá hefst svo eftir hádegið og inniheldur meðal annars, Íslandsmótið í skógarhöggi, ketilkaffi, grillveislu og fjölbreytta skemmtidagskrá.
Neistaflug
Neistaflug er haldið árlega um verslunarmannahelgi í Neskaupstað. Fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar gerir það að verkum að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 
Útsæðið
Útsæðið er bæjarhátíð sem haldin er árlega á Eskifirði. Hátíðin er haldin í tengslum við afmæli bæjarins og var fyrst haldin árið 2016. Dagskrá hátíðarinnar hefur hingað til verið jafn frábær og hún er fjölbreytt þar sem að allt aldursrófið ætti að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Bænum er skippt upp í hverfi og alls kyns keppnir standa yfir alla helgina. Má þar nefna best skreytta hverfið, besta kartöfluréttinn, flottustu afmæliskökuna og foosball keppni.