Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Farfuglaheimili

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Hafaldan HI hostel - bragginn
Farfuglaheimilið Hafaldan býður uppá gistingu í tveimur húsum á Seyðisfirði. Starfsemin hófst ásama tíma og ferjan Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar, árið 1975.  Í gamla síldarvinnslubragganum hóf Farfuglaheimilið Hafaldan göngu sína að Ránargötu 9. Húsið er undir hinu merka fjalli Bjólfi og í mikilli nálægð við sjóinn. Bláa borðstofan býður uppá mikilfenglegt útsýni út fjörðinn sem seint gleymist og það getur verið erfitt að slíta sig frá málsverðinum þar. Krossviðurinn er allt um vefjandi í húsinu og falleg antík húsgögn gefa húsinu mikinn sjarma. Hostelið býður uppá tveggja og fjögurra manna herbergi, öll með sameiginlegu baðherbergi og sturtuaðstöðu. Lín og handklæði er innifalið í verði en ekki er boðið uppá morgunverð þar sem sameiginleg og vel útbúin eldhúsaðstaða er í húsinu.  Á hostelinu er frábær aðstaða fyrir gesti: góð sameiginleg rými, mjög vel búið eldhús, borðstofa, þvottavél og þráðlaus nettenging. Hafaldan er hluti af alþjóðlegri keðju Farfugla (Hostelling International) og fylgir metnaðarfullum gæða og umhverfisstöðlum þeirra.   Á heimasíðunni gengur síldarbragginn góði undir heitinu Hafaldan Harbour. Vinsamlegast bókið beint gegnum heimasíðuna okkar www.hafaldan.is þar eru bestu verðin og afsláttarkóði fyrir enn meiri afslátt. Eins eru sérstök tilboð fyrir lengri dvalir í boði. Við erum líka við símanni: 611-4410 &tölvupóstfang: seydisfjordur@hostel.is. Við tökum vel á móti þér !  
Tehúsið Hostel
Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum. Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar. Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað. Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki. Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti. Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi. Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat. Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar. Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.
Eiðar - Hostel & Apartments
Eiðar - Hostel & Apartments Eiðar - Hostel & Apartments er nýuppgert og þægilega staðsett gistirými í hinu sögufræga Eiðarþorpi sem býður upp á kjörinn upphafsstað til að kanna náttúrufegurð og menningu Norðausturlands. Gistiheimilið er staðsett aðeins 13 km frá Egilsstöðum. Gistiheimilið býður upp á 26 nýuppgerð herbergi með sameiginlegri salerinsaðstöðu og fullbúinni sameiginlegri eldhúsaðstöðu. Aðkoman að húsinu er mjög góð og nóg af bílastæðum. Hvert herbergi er með handlaug, flatskjá og góðri nettengingu. Innritun og útritun er snertilaus og fá gestir kóða til að opna herbergin. Eiðar - Sögufrægur staður Saga Eiða nær langt aftur en fyrst er getið til Eiða í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst í kringum aldamótin 1000. Það var hins vegar þann 20. júní árið 1881 sem ákveðið var að stofna búnaðarskóla á Austurlandi fyrir 24 nemendur. Leit hófst af hentugri jörð fyrir skólann og niðurstaðan var sú að fjárfesta á Eiðum. Eiðakirkja fylgdi með í þessum kaupum og árið 1886 var ákveðið að endurbyggja kirkjuna og halda henni við þar sem hún var illa farin. Á 20. öldinni var Eiðakirkja smám saman endurnýjuð og stendur enn þann dag í dag við hliðina á Eiðum - Hostel & Apartments. Árið 1917 var ákveðið að Eiðaskóli yrði alþýðuskóli fyrir Austurland og var hann fyrsti sinnar gerðar á Íslandi, þ.e. fyrsti alþýðuskóli sem stofnaður var með lögum, í eigu hins opinbera og rekinn af opinberu fé. Fyrsta skólasetning Alþýðuskólans fór fram 20. október 1919 og starfaði þar allt til ársins 1995. Þá tók Menntaskólinn á Egilsstöðum yfir starfsemi hans til þriggja ára en þá var skólahald lagt niður á Eiðum. Eiðar voru lengi vel eins og lítið þorp sem iðaði af lífi með fjölbreytt félagslíf, íþróttir og öflugt tónlistarlíf. Eiðaskóli á stóran og merkan þátt í menningarsögu Austurlands sem spannar yfir rúmlega 100 ár, eða allt fram til 1998 þegar skólahaldi lauk endanlega.
Berunes
Á Berunesi er að finna eitt elsta Farfuglaheimilið í HI keðjunni auk tjaldsvæðis og veitingastaðar sem opinn er yfir hásumarið. Í eldhúsinu er lögð áhersla á að nýta stað- og árstíðarbundin matvæli frá sjó og landi og barinn býður upp á úrval drykkja frá nálægum brugghúsum. Hægt er að velja milli herbergja með sameiginlegu baði, leigu á gamla bænum og þægilegra smáhýsa, sem henta sérstaklega vel fyrir fjölskyldur.  Á svæðinu er úrval gönguleiða á mismunandi erfiðleikastigum og af tindum er útsýni yfir suðurfirðina. Mikið fuglalíf er á svæðinu og einstök steinasöfn á Djúpavogi og Stöðvarfirði.  Berunes er tilvalinn staður til þess að upplifa allt það sem Austurland hefur uppá að bjóða. Innan við 90 mínutna fjarlægð er Höfn, Egilsstaðir, Vök Böðin, Óbyggðasetrið, Seyðisfjörður og Stuðlagil. ______ Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  
Hótel Stuðlagil & Stuðlagil INN
Farfuglaheimilið Hafaldan - bragginn
Farfuglaheimlið Hafaldan hefur verið starfrækt síðan 1975 eða síðan ferjan Norræna hóf ferðir sínar til Seyðisfjarðarhafnar. Í hinu sögufræga húsi Gamla spítalanum (1898) er frábær aðstaða fyrir gesti. Fallega innréttuð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, notaleg SPA aðstaða með saunu sem er opin og ókeypis fyrir gesti hostelsins. Eins er líka þvottavél/þurrkari aðgengileg gegn greiðsu. Lítill bar með bjór & léttvíni á góðu verði er á staðnum og fylgir opnunartíma afgreiðslunnar. Eins er hægt að bóka léttan morgunverð á staðnum. Herbergin eru fjölbreytt í stærðum & gerðum og ýmist með baði eða án. Hentar vel fyrir fjölskyldur, pör, vinahópa eða einstaka ferðalanga.  Við erum hluti af Farfuglahreyfingunni en þar leggjum við okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu. Fyrir bestu verðin & sveiganleika þá er LANGbest að bóka beint gegnum heimasíðuna !

Aðrir (2)

Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili Húsey 701 Egilsstaðir 694-3010
Skarð Sumarbústaðaleiga Skarð 760 Breiðdalsvík 475-6798