Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn.Hægt er að velja úr íbúðagistingu í ýmsum verðflokkum á Austurlandi.
Móðir Jörð í Vallanesi
Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.
Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.
Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar. Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
View
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.
Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.
Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.
Öll húsin eru með aðgangi að interneti.
Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.
http://www.mjoeyri.is
View
Skipalækur
Skipalækur sameinar alla helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi friðsæli unaðsreitur í Fellum, þar sem njóta má eins besta útsýnis á Héraði, er aðeins steinsnar frá allri þjónustu Fellabæjar og Egilsstaða. Einnig býður Skipalækur upp á tjaldstæði með öllum þægindum.
GISTING Í HERBERGJUM
Almenn gisting af þrennu tagi er í boði auk svefnpokaplássa.FLOKKUR IHerbergi án baðs – sameiginleg setustofa, salernis- ogeldunaraðstaða með 6-10 mannsUppbúið rúm með eða án morgunverðar í einsmanns- eða tveggjamannaherbergjum.FLOKKUR IIFjölskylduherbergi fyrir fjóra með sér salerni og handlaug en sameiginlegri sturtu, eldunaraðstöðu og setustofu.Uppbúið rúm með eða án morgunverðar, hálft gjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.FLOKKUR IIIHerbergi með baði – eldunaraðstaða ekki í boði en ísskápur og teketill er inni á herbergjumUppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin
Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin.
SUMARHÚSIN SKIPALÆK Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.
View
Hótel Framtíð
Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins. Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.
Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.
Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins.
Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu.
Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.
View
Eiðar - Hostel & Apartments
Eiðar - Hostel & Apartments
Eiðar - Hostel & Apartments er nýuppgert og þægilega staðsett gistirými í hinu sögufræga Eiðarþorpi sem býður upp á kjörinn upphafsstað til að kanna náttúrufegurð og menningu Norðausturlands. Gistiheimilið er staðsett aðeins 13 km frá Egilsstöðum.
Gistiheimilið býður upp á 26 nýuppgerð herbergi með sameiginlegri salerinsaðstöðu og fullbúinni sameiginlegri eldhúsaðstöðu.
Aðkoman að húsinu er mjög góð og nóg af bílastæðum. Hvert herbergi er með handlaug, flatskjá og góðri nettengingu.
Innritun og útritun er snertilaus og fá gestir kóða til að opna herbergin.
Eiðar - Sögufrægur staður
Saga Eiða nær langt aftur en fyrst er getið til Eiða í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst í kringum aldamótin 1000.
Það var hins vegar þann 20. júní árið 1881 sem ákveðið var að stofna búnaðarskóla á Austurlandi fyrir 24 nemendur. Leit hófst af hentugri jörð fyrir skólann og niðurstaðan var sú að fjárfesta á Eiðum.
Eiðakirkja fylgdi með í þessum kaupum og árið 1886 var ákveðið að endurbyggja kirkjuna og halda henni við þar sem hún var illa farin. Á 20. öldinni var Eiðakirkja smám saman endurnýjuð og stendur enn þann dag í dag við hliðina á Eiðum - Hostel & Apartments.
Árið 1917 var ákveðið að Eiðaskóli yrði alþýðuskóli fyrir Austurland og var hann fyrsti sinnar gerðar á Íslandi, þ.e. fyrsti alþýðuskóli sem stofnaður var með lögum, í eigu hins opinbera og rekinn af opinberu fé. Fyrsta skólasetning Alþýðuskólans fór fram 20. október 1919 og starfaði þar allt til ársins 1995. Þá tók Menntaskólinn á Egilsstöðum yfir starfsemi hans til þriggja ára en þá var skólahald lagt niður á Eiðum.
Eiðar voru lengi vel eins og lítið þorp sem iðaði af lífi með fjölbreytt félagslíf, íþróttir og öflugt tónlistarlíf. Eiðaskóli á stóran og merkan þátt í menningarsögu Austurlands sem spannar yfir rúmlega 100 ár, eða allt fram til 1998 þegar skólahaldi lauk endanlega.
View
Blábjörg Resort
Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.
Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál.
View
Ferðaþjónustan Hafursá
Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum.
Kortlagðir göngustígar um skóginn eru gifurlega vinsælir. Stórkostlegt útsýni yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið, 1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls.
Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli.
Einnig eru tvær tveggja herberga íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin .
ÞjónustaGestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð.
Afþreying
Ganga um skóginn
Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn
Trjásafnið inn við gróðrarstöð
Hengifoss/Litlanesfoss 10 km
Hestaleiga 15 km
Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km
Óbyggðasafnið 25 km
Vallanes 10 km ( móðir Jörð )
Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. -
Vök 25 km ( heitar útilaugar í Urriðavatni )
Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km
Kárahnjúkastífla 75 km.
View
Aðrir (7)
Stuðlagil Canyon | Grund | 701 Egilsstaðir | 862-6519 |
Eiðar | Eiðavellir 6 (Vallnaholt 8) | 701 Egilsstaðir | 868-4037 |
Undiraldan - a bed in paradise | Ránargata 8 | 710 Seyðisfjörður | 897-7163 |
Lónsleira íbúðir | Lónsleira | 710 Seyðisfjörður | 849-3381 |
Heiðmörk íbúðir | Heiðmörk 17-19 | 755 Stöðvarfjörður | 896-2830 |
Krákhamar | Blábjörg | 766 Djúpivogur | 8618806 |
HH Gisting | Hellisholt 2 | 781 Höfn í Hornafirði | 820-9619 |