Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sundlaugin Djúpavogi
Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Vel búinn íþróttasalur, sundlaug með pottum, þreksalur og sauna er meðal þess sem er í boði.  Sumaropnun: Mán-fös: 07:30-20:30Lau & sun: 10:00-18:00Vetraropnun: Mán-fös: 07:30-20:30Lau: 11:00-15:00Lokað á sunnudögum. Facebooksíða Íþróttamiðstöðvarinnar  Forstöðumaður: Ari Guðjónsson, netfang ari.gudjonsson@mulathing.is 
Sundlaugin Egilsstöðum
Sundlaug - opnunartími Sumar (1. júní – 31. ágúst)Mánudagar – föstudaga 6:30 – 21:30Laugardaga og sunnudaga 9:00 – 17:00 Vetur (1. september – 31. maí)Mánudagar – föstudaga 6:30 – 20:30Laugardaga og sunnudaga 9:00 – 17:00 Héraðsþrek Héraðsþrek er líkamsræktarstöð sem rekin er af sveitarfélaginu í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.  Hún hefur upp á að bjóða vel útbúinn tækjasal til líkamsræktar og einnig minni sal þar sem hægt er að stunda ýmiskonar leikfimi. Opnunartímar Héraðsþreks eru þeir sömu og sundlaugarinnar.
Sundhöllin Seyðisfirði
Sundhöll Seyðisfjarðar þykir einstaklega heillandi. Hún er notaleg innilaug sem byggð var árið 1948. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins teiknaði laugina og hefur hún ávallt vakið verðskuldaða athygli gesta. Auk laugarinnar eru tveir heitir pottar og sauna og svo má ganga út í garð og njóta ferska loftsins. Opnunartímar September til maí : Mánu-, miðviku-, og föstudaga frá klukkan 7:00-10:00 og frá klukkan 16:00-20:00 Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00 Þriðju-, fimmtu-, og sunnudaga er lokað Júní til ágúst : Mánudaga til föstudaga frá klukkan 7:00-11:00 og 15:00-20:00 Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00 Sunnudaga lokað