Á Austurlandi finnur þú fjölbreytta gistingu fyrir alla – frá notalegum gistiheimilum og sögulegum hótelum til nútímalegra íbúða og fallegra sveitahúsa. Hér er þjónustan persónuleg, andrúmsloftið heimilislegt og umhverfið stórkostlegt. Hvort sem þú ert að leita að ró og næði eða ævintýrum fyrir alla fjölskylduna, þá finnur þú gistingu við þitt hæfi á Austurlandi – þar sem gesturinn er í forgrunni.

Hótel
Á Austurlandi er fjölbreytt úrval af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
View

Gistiheimili
Á Austurlandi má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.
View

Sumarhús
Það er notalegt að gista í sumarhúsi og slík gisting er sérstaklega hentug þegar fleiri ferðast saman.
View

Íbúðir
Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn.Hægt er að velja úr íbúðagistingu í ýmsum verðflokkum á Austurlandi.
View

Tjaldsvæði
Fjölmörg tjaldstæði eru um allt Austurland, flest þeirra eru opin frá maí og fram í september en einhver þeirra eru opin allt árið.
View