Austurland er einstakt svæði þar sem stórbrotin náttúra og kraftmikil samfélög mætast. Hér eru óteljandi tækifæri til útivistar allt árið – og páskahátíðin er engin undantekning.
Hvort sem það eru skíði í sólbjörtum brekkum, gönguferðir í vetrarfegurð, heitar laugar eða páskaviðburðir í litríku nærumhverfi – þá bíður Austurland þín með öllum sínum ævintýrum.

Gönguleiðir
Langar þig að losna úr amstri og ganga inn í kyrrðina? Á Austurlandi bíður þín einstök páskaupplifun þar sem víðáttur og vel merktar gönguleiðir bjóða upp á frið og fegurð við hvert fótmál.

Hvað er að gerast um páskana?
Upplifðu Austurland um páskana með fjölbreyttri dagskrá vítt og breitt um Austurland. Tónlist, listir, leikur og ævintýri fyrir alla!

Skíðasvæði
Á Austurlandi finnur þú fjölbreytt og spennandi skíðasvæði fyrir alla. Svæðin bjóða upp á fráærar brekkur, einstakar aðstæður og ótrúlegt landslag – allt umvafið kyrrð og stórbrotnu útsýni. Hér færðu meiri tíma á skíðum og minni tíma í biðröð.