Upplifun og afþreying
Minjasafnið á Bustarfelli
Minjasafnið á Bustarfelli - Lifandi safn
Allt frá árinu 1982 hefur Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði verið rekið sem sjálfseignarstofnun en þá gaf Elín Methúsalemsdóttir Vopnfirðingum safnið sem fram að þeim tíma hafði verið sýnt sem einkasafn. Minjasafninu tilheyra allir munir bæjarins og kaffihúsið Hjáleigan. Bæinn sjálfan sér Þjóðminjasafn…
Lesa meira
Heimsókn til æðarbænda
Gestum býðst að heimsækja æðarbónda, kynnast heimkynnum og varplandi æðarfuglsins og hvernig æðardúnn er hreinsaður. Æðardúnn er skoðaður á mismunandi vinnslustigum þar til hann er settur í sængur og kodda. Ferðir á tímabilinu 25. maí til 3. júlí. Nauðsynlegt er að panta með fyrirvara.
Farið er í létta gönguferð um heimkynni og varpland æðarfuglsi…
Lesa meira
Selárlaug í Vopnafirði
Sundlaugin í Selárdal
Sími: 473-1499 - 473-1331netfang: info@vopnafjardarhreppur.is Sundlaugin er staðsett 3,5 km frá þjóðvegi 85 á leið til Bakkafjarðar, 12 km frá Vopnafjarðarkauptúni. Laugin stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Rét…
Lesa meira
Kaffihúsið Hjáleigan Bustarfelli
Kaffihúsið Hjáleigan er við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði . Þar eru hægt að fá ljúffengar þjóðlegar kökur og aðrar veitingar.
Opnunartími: 10:00-17:00 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.
Lesa meira
Golfvöllur Vopnafjarðar - Skálavöllur
Golfvöllur Vopnafjarðar, Skálavöllur, er 9 holu völlur, sem legu sinnar vegna hefur ákveðna sérstöðu meðal golfvalla á Íslandi. Hæðótt landslagið, í sumum tilfellum skáskorið getur verið ögrandi viðureignar fyrir leikmenn og þrátt fyrir smæð skortir fjölbreytnina ekki. Fagurt umhverfi og útsýni, með myndarleg Krossavíkurfjöllin handan fjarðarins, …
Lesa meira
Vesturfaramiðstöð Austurlands
Vesturfaramiðstöð Austurlands er staðsett í menningarmiðstöðinni Kaupvangi.
Í garðinum framan við Kaupvang stendur minnisvarði um þá Vopnfirðinga sem fóru til Vesturheims. Línur úr ljóði Stephans G. Stephanssonar, Úr Íslendingadags ræðu, eru letraðar á steininn.
Vesturfarinn rekur Vesturfaramiðstöð Austurlands. Vesturfarinn er félag áhugasamra um a…
Lesa meira
Sandvík í Vopnafirði
Sandvík er mikil og svört sandströnd innst í Vopnafirði. Svæðið er fjölskyldupardís af náttúrunnar hendi. Þar má tína skeljar, fá sér göngutúr, skoða fuglana, byggja sandkastala eða hvað sem hugurinn girnist.
Fyrir miðri ströndinni strandaði flutningaskipið Mávurinn 2. október 1981. Mannbjörg varð en enn má sjá glitta í skipsflakið þegar sjávarbor…
Lesa meira
Tangasporður
Vopnafjarðarkauptún stendur á Kolbeinstanga og tala íbúar í sveitinni gjarnan um að fara út á Tanga þegar farið er í kaupstað. Ysti hluti tangans nefnist Tangasporður. Þar er engin byggð en landslagið er mjög sérstakt með óvenjulegum klettamyndunum og ljósum sandfjörum. Á Tangasporði eru þrjú fell, Fagrafjall fremst, Miðfell og Taflan yst.
Skemmti…
Lesa meira
Aðrir (2)
BergEy Ferðir | Skálanesgata 4 | 690 Vopnafjörður | 844-1153 |
Sundleið ehf. | Steinholt 10 | 690 Vopnafjörður | 8987944 |
Gönguleiðir
Álfkonusteinn gönguleið
Töluverðan spöl fyrir ofan bæinn Bustarfell í Vopnafirði stendur stór steinn sem kallast Álfkonusteinn. Tiltölulega létt er að ganga frá Bustarfelli að steininum en honum tengist skemmtileg þjóðsaga. …
Drangsnes
Frá Gljúfursárfossi sem stendur sunnanmegin í Vopnafirði er merkt gönguleið niður með Gljúfursánni og niður að sjó um Drangsnes.
Að ganga meðfram þverhníptum klettunum er mikil upplifun og lætur …
Þverárgil
Þverárgil í Vopnafirði er einstaklega fallegt gil þar sem sjá má litríkt líparít, súrt innskotsberg frá gamalli megineldstöð, sem stingur skemmtilega í stúf við annars dökkt basískt umhverfi Smjörfjal…
Kolbeinstangaviti
Kolbeinstangaviti er tæpir 20 metrar á hæð og stendur á glæsilegum stað í landi Leiðarhafnar í Vopnafirði. Vitinn var byggður árið 1942 en ekki tekinn í notkun fyrr en tveimur árum síðar þegar ljóstæk…
Gisting og veitingastaðir
Ferðaþjónustan Síreksstöðum
Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og ve…
Kaffihúsið Hjáleigan Bustarfelli
Kaffihúsið Hjáleigan er við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði . Þar eru hægt að fá ljúffengar þjóðlegar kökur og aðrar veitingar.
Opnunartími: 10:00-17:00 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.
…