Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Heimagisting

Um allt land má finna gistihús (Bed and Breakfast), mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Hótel Framtíð
Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins. Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði. Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti. Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins. Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu. Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.
Kirkjubær Guesthouse
Kirkjubær er einstakur gististaður á Íslandi, staðsettur á Stöðvarfirði, einni af náttúruperlum Austfjarða. Húsið er afhelguð kirkja, endurbyggð árið 1925 á núverandi stað. Svefnaðstaða er fyrir 10 manns auk hreinlætis- og eldunaraðstöðu. Sjá einnig: Vefsíðuna okkar og þá er einnig hægt að hafa samband á netfangið kirkjubaergisting@simnet.is
Hótel Breiðdalsvík
Hótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónvarpi og síma. Við bjóðum upp á úrvals ráðstefnu og veisluaðstöðu fyrir allt að 300 manns í sölum sem taka frá 30 - 300 manns í sæti. Á matseðli hótelsins má finna úrval þjóðlegra rétta. Njótið fagurs sjávarútsýnis, sem er rammað inn af klettum, hæðum og einum tignarlegustu fjöllum fjórðungsins. Breiðdalur er þekktur fyrir veðursæld og ýmsar gönguleiðir sem leiða þig á vit ævintýranna. Hægt er að veiða í 3 ám í dalnum og á eftir er tilvalið að njóta þess að fara í sauna og slappa af við arininn. Stutt er í góða sundlaug með heitum potti.  Travel East Iceland býður upp á úrval afþreyingar í nágrenni Breiðdalsvíkur.   
Ferðaþjónustan Hafursá
Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum. Kortlagðir  göngustígar um skóginn eru  gifurlega vinsælir. Stórkostlegt  útsýni  yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið,  1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls. Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf  til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli. Einnig eru tvær tveggja herberga  íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin . ÞjónustaGestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð.  Afþreying Ganga um skóginn Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn Trjásafnið inn við gróðrarstöð Hengifoss/Litlanesfoss  10 km Hestaleiga 15 km Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km Óbyggðasafnið      25 km Vallanes 10 km  ( móðir Jörð ) Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. -  Vök 25 km  (  heitar útilaugar í Urriðavatni ) Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km  Kárahnjúkastífla 75 km.
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft. Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal. Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti. Öll húsin eru með aðgangi að interneti.  Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.  http://www.mjoeyri.is
Gistiheimilið Vínland
Verið velkomin á Gistihúsið Vínland í Fellabæ. Vínland er staðsett í hjarta Fljótsdalshéraðs. Fyrir ykkur sem viljið njóta fegurðar Austurlands og Austfjarða er Vínland góður miðlægur staður. Á Egilsstöðum eru matvörumarkaðir, sérverslanir, gallery, góðir veitingastaðir, góð íþróttaaðstaða, gervigrasvöllur, útisundlaug, rennibrautir, heitir pottar, golfvöllur o.fl. Gistiaðstaðan samanstendur af 6 smekklegum herbergjum. Herbergin hafa sér inngang, baðherbergi, nettengingu, TV, hárþurrku, lítinn kæliskáp, örbylgjuofni, hraðsuðukönnu, te og kaffi. Sumarhús er líka til leigu á Vínlandi, gistiaðstaða fyrir 2 til 4 en hámark 6 manns með þægilegri setustofu, eldhúsi og baðherbergi. Camping Pods, smáhýsi, er ódýrari kosturi, svefnpokagisting sjá nánar á www.vinlandhotel.is Nánari upplýsingar: Ásdís :893 2989 info@vinlandhotel.is
Adventura ehf.
Adventura er lítið gistiheimili og ferðaskrifstofa í Hamarsfirði í Djúpavogshreppi. Meðal þeirra ferða sem aðstandendur Adventura bjóða upp á eru náttúru- og menningarferðir í Djúpavogshreppi. Má þar nefni fuglaskoðunarferðir á svörtum söndum, jeppaferðir í fáfarna dali og menningarferðir þar sem m.a. er farið í einstakt steinasafn og boðið upp á tónleika í gömlum lýsistanki
Hótel Aldan
Hótel Aldan býður upp á gistingu í þremur sögulegum húsum á Seyðisfirði. Hvert herbergi er innréttað með sínum eigin karakter og sjarma.  Auk hótelherbergja bjóðum við upp á skammtímaleigu á tveimur notalegum íbúðum í gamla hluta bæjarins.  Bjóðum uppá æðisleg sumartilboð í gistingu á heimasíðunni okkar. Hundar eru leyfðir í völdum herbergjum og íbúðunum.  
Ferðaþjónustan Sandfellsskógi
Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði. Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum. Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru. Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli. Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn. Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Aðrir (2)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Reydarfjörður Apartment Heiðarvegur 2 730 Reyðarfjörður +3546924488