Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hér er að finna útgefið efni sem gagnast samstarfsaðilum Áfangastaðarins Austurlands.
Hafir þú áhuga á að koma þínu fyrirtæki inn í samstarfsaðilanetið okkar getur þú sent inn umsókn með því að smella hér.

Nánari upplýsingar um hvað felst í samstarfi við áfangastaðinn má finna á vef Austurbrúar.

Áfangastaðaáætlun Austurlands

Áfangastaðaáætlun Austurlands 2022 – 2025 er þróunar- og aðgerðaáætlun landshlutans. Hún er unnin í samstarfi við sveitarfélög, fyrirtæki, íbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu og markmið hennar er að gera Austurland að ákjósanlegum stað til að búa á og heimsækja.

 

Destination Guide

Destination Guide er örkynning á Austurlandi sem nýtist vel á ferðasýningum og öðrum viðburðum þar sem koma fram miklum upplýsingum á stuttum tíma.

 

 

Myndabanki

Í myndabankanum er að finna fjölda mynda og myndbanda sem samstarfsaðilum er velkomið að nota í sinni markaðssetningu. Gæta þarf þess að geta heimilda þegar myndir úr myndabankanum eru notaðar.

Þú getur sótt um aðgang að myndabankanum hér: https://www.east.is/is/myndabanki

Handbók um myndmál

Leiðarljós samskipta byggir á leiðarljósi vörumerkisins. Það skýrir á hvaða hátt við viljum lýsa Austurlandi, bæði í rituðu máli og sjónrænt.

Austurlandskortið - vasaútgáfa

Austurlandskortið er gefið út á tveggja ára fresti (næsta útgáfa 2025) og dreift um allt land. Ferðaþjónustuaðilar geta nálgast eintök í Héraðsprenti á Egilsstöðum. 

 

Ferðaleiðir - afrifukort

Afrifukort sem sýnir ferðaleiðir og vegalengdir milli bæja á Austurlandi. Kortið nýtist vel á ferðasýningum og vinnustofum. Samstarfsaðilar geta nálgast eintök á skrifstofu Austurbrúar á Egilsstöðum.

 

Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Útbúin hafa verið þrjú rafræn námskeið sem ætluð eru starfsfólki í ferðaþjónustu; gæði í upplýsingagjöf, almenn þekking á Austurlandi og móttaka gesta. Námskeiðin eru á íslensku og ensku og eru aðgengileg samstarfsaðilum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar á vef Austurbrúar.

Samfélagsmiðlar Visit Austurland

Við höldum úti samfélagsmiðlum í tengslum við ferðavefinn okkar á Facebook og Instagram

Við hvetjum öll til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum og merkja okkur við færslur og stories þegar við á.

Vörumerkjahandbók Austurlands*

Okkur er annt um vörumerkið Austurland* og óskum eftir að samstarfsaðilar kynni sér reglur og viðmið um notkun þess.

 

 

Vörur í verslanir / Vörumerki á umbúðir - handbók

Vörumerkjahandbók ætluð matvælaframleiðendum og öðrum framleiðendum sem vilja merkja vörur sínar Austurlandsstjörnunni.

Okkur er annt um vörumerkið Austurland* og óskum eftir að samstarfsaðilar kynni sér reglur og viðmið um notkun þess.

 

Austurland* logo

Hér getur þú sótt logo Austurlands í mismunandi útfærslum fyrir vef og prent. Vinsamlegast kynnið ykkur vörumerkjahandbókina áður.


Fyrirlestar og upptökur

Hér er að finna glærukynningar og upptökur frá morgunfundum og öðrum viðburðum Austurbrúar.

Upptökur af morgunfundum má finna með því að smella hér.