Hús Handanna á Egilsstöðum er staðsett á fjölförnustu gatnamótum Austurlands og í hjarta Egilsstaða.
Verslunin var sett á laggirnar 2010 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að kynna og selja íslenska / austfirska vöru sem byggir á menningu okkar og lífstíl.
Hús Handanna er umhverfisvæn og listræn lífstílsverlsun með fjölbreytta flóru af íslenskri vöruhönnun, listhandverki, grafískri hönnun, fatahönnun, myndlist, ritlist o.fl.
Sérstök áhersla er á að bjóða vöru sem gerir umhverfinu og okkur sjálfum gott sem og sælkeravöru úr nærumhverfinu. Hjá Húsi Handanna færðu sjampóstykki í ferðaboxi, vaxklúta fyrir samlokuna, hlýja sokka, jafnvel góða bók, fallega gjöf og þinn eigin minjagrip um ferðalagið þitt. Ævinlega velkomin.