Austurland býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna. Það er um að gera að stoppa við þá fjölbreyttu áningarstaði sem er að finna um allt Austurland og njóta saman. Hér eru tillögur að skemmtilegum, áhugaverðum og spennandi stöðum sem öll fjölskyldan hefur ánægju af að heimsækja.
Selskógur
Selskógur er útivistarsvæði austan Egilsstaða handan við Eyvindará. Um skóginn liggja stígar í fallegu umhverfi. Hann er kjörinn til útivistar allt árið og hentar vel hvort sem þú ert á leið í göngutúr, hjólatúr eða á gönguskíði. Á veturnar er lagt gönguskíðaspor í skóginum sem er upplýst á kvöldin. Þú finnur upplýsingar hér um ástand sporsins.
Stígarnir eru flestir greiðfærir og liggja ýmist í gegnum skóglendi eða meðfram ánni. Auk þeirra eru torfærari stígar sem gaman er að kanna, fótgangandi eða á hjóli. Gönguleiðirnar um skóginn eru nokkrar og ættu allir að geta fundið leið við hæfi. Víða eru áningarstaðir með bekkjum þar sem gott er að tylla sér niður og njóta umhverfisins. Í skóginum er einnig leiksvæði þar sem er að finna leiktæki fyrir börn á öllum aldri og grillaðstöðu. Þar er einnig stór grasflöt þar sem hægt er að fara í fótbolta eða leiki.
Einnig er útileikhús í skóginum en þar eru reglulega haldinir tónleikar og leiksýningar undir berum himni.
Fáðu þitt eintak af korti af Selskógi hér.
View
Kárahnjúkar
Kárahjúkar eru móbergshnjúkar austan Jökulsár á Brú gegnt Sauðárdal. Hærri hnjúkurinn er 835 metrar. Jökulsá fellur að Kárahnjúkum í miklu gljúfri, Hafrahvammagljúfri sem er eitt hið dýpsta og hrikalegasta á landinu. Megingljúfrið er um 5 km. langt en allt er gilið frá Desjará að Tröllagili um 10 km. Við Kárahnjúka hefur verið reist mikil virkjun sem sér álverinu á Reyðarfirði fyrir orku. Kárahjúkavirkjun er stærsta framkvæmd Íslandssögunnar og um leið stærsta raforkuframleiðsla landsins.
Ferð inn í Kárahnjúka er tilvalin bílferð fyrir fjölskylduna. Malbikaður vegur liggur úr Fljótsdal alveg inn að Kárahnjúkastíflu. Hægt er að fara hring um hálendið og fara út Jökuldal eða Jökuldalsheiði til baka en það eru ekki allir hlutar þeirra leiða malbikaðir.
Kárahnjúkasvæðið er kjörið til útivistar. Það er skemmtilegt að skoða Kárahnjúkastíflu sjálfa og Hálslónið. Þegar Hálslón fyllist og fer á yfirfall myndast fossinn Hverfandi við vestari enda stíflunnar og þar steypist vatnið um 100 metra niður í Hafrahvammahljúfur. Fossinn er svakalega aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss. Einnig eru skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu, til dæmis er skemmtileg gönguleið með fram Hafrahvammagljúfri og í Magnahelli en til þess að komast að upphafsstað merktu gönguleiðarinnar þarf fjórhjóladrifinn bíl.
View
Hafnarhús
Við Hafnarhólma á Borgarfirði Eystri stendur glæsilegt aðstöðuhús sem tekið var í notkun árið 2020. Þar hafði lengi vantað aðstöðu fyrir sjómenn og starfsmenn Borgarfjarðarhafnar en einnig fyrir þann gífurlega fjölda ferðamanna sem leggur leið sína út í Hafnarhólma til að skoða lundabyggðina. Borgarfjarðarhreppur ákvað því að efla til hönnunarsamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um aðstöðubyggingu fyrir svæðið.
Tillagan sem bar sigur úr bítum kom frá Anderson & Sigurdsson arkitektum. Húsið er er látlaust og fellur vel að umherfinu en hefur samt aðdráttarafl í sjálfu sér og fangar athygli ferðamanna.
View
Þvottaá
Þvottá er syðsti bær í Álftafirði. Hallur Þorsteinsson, Síðu-Hallur, sem var meðal kunnustu landsmanna á söguöld, bjó þar í kringum aldamótin 1000. Hann tók við Þangbrandi presti og kristniboða einn vetur og tók skírn ásamt heimafólki sínu í ánni við bæinn og síðan var hún kölluð Þvottá. Neysluvatn bæjarins kemur úr Þangbrandsbrunni, þar sem Þangbrandur er sagður hafa haldið tíðir í tjaldi sínu á Mikjálsmessu. Þar hlýddi heimafólk Síðu-Halls á messu og skírðist síðan daginn eftir. Við brunninn er Þangbrandstótt, sem er friðlýst.
Þvottá var kirkjustaður fram á árið 1754 og prestsetur um skeið. Þar sést ennþá móta fyrir kirkjugarði. Mælifell (487m) er niðri við sjó og Sellönd eru nokkru norðar. Þetta svæði er prýtt litskrúðugu ríólíti og tröllahlöðum. Á þessum slóðum fann Björn Kristjánsson merki um ýmsa málma, s.s. gull, platínu o.fl., einkum í Geitursgili. Þessar bergmyndanir eru tengdar Álftafjarðareldstöðinni fornu, sem er að mestu horfin undir Álftafjörð.
Við Þvottá er minnisvarði um kristnitökuna og þar er skemmtilegt útivistarsvæði.
View
Helgustaðanáma gönguleið
Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni.
Helgustaðanáma er gömul silfurbergsnáma í landi Helgustaða í Eskifirði sem var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Helgustaðanáma er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi en þar var silfurberg grafið úr jörðu frá því á 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar. Silfurberg er kennt við Ísland á fjölörgum tungumálum, til dæmis er enska heitið Iceland spar.
Mest af því silfurbergi sem er að finna á söfnum víða um heim kemur úr Helgustaðanámu en einhver stærstu og tærustu eintök silfurbergs í heiminum hafa fundist í námunni. Silfurberg er sérlega tærir kristallar af steindinni kalsít en bergið gegndi veigamiklu hlutverki í þróun margvíslegra rannsókna á eiginleikum ljóss. Í dag er silfurbergið friðlýst og stranglega bannað er að nema það brott.
View
Ormurinn í Vallanesi
Ævintýraleg gönguleið sem hlykkjast eins og Lagarfljótsormurinn um elsta skógarreitinn í Vallanesi frá 1989. Á leðinni eru margir stuttir og spennandi hliðarstígar (flóttaleiðir). Í miðjum skóginum er "auga ormsins", svæði með bekkjum og góðri nestisaðstöðu.
Vegalengd: 1,5 km
Fjölskylduvæn
View
Remba - Gönguleið
Leiðin upp Rembu er mjög skemmtileg gönguleið. Á henni er hægt að skoða Lambafoss, 21 m háan, og gilið sem Staðaráin rennur eftir. Ef gengið er alla leið upp kemur maður að gamalli stíflu fyrir 27 kW virkjun sem sá Hallormsstað fyrir rafmagni á árunum 1936 - 1955. Neðan við stíluna má enn sjá leifar timbursstokksins sem leiddi vatnið niður í virkjunarhúsið.
Vegalengd: 2,8 km
View
Hallormsstaðahringur
Skemmtileg gönguleið fyrir alla fjölskylduna. Leiðin er óstikuð en liggur inn á þrjár stikaðar gönguleiðir. Gengið er frá Hallormsstaðaskóla (Húsó), niður að Kliftjörn, þaðan í gegnum tjaldsvæðið Höfðavík og svo niður í Trjásafn. Frá Trjásafni er gengið upp í skóg og komið niður hjá Hótel Hallormsstað og hringnum lokað hjá Hallormsstaðaskóla. Hægt er að ganga leiðina í báðar áttir.
Vegalengd: 5,4 km
Fjölskylduvæn skógarganga
View
Trjásafnið í Hallormsstaðaskógi
Í Hallormsstaðaskógi er trjásafn með um 80 tegundum trjáa og runna víðsvegar að úr heiminum. Trjásafnið er einstakt á landsvísu. Hefjið gönguna um trjásafnið frá bílastæðinu við þjóðveginn, þar sem einnig er salernishús, og fylgið göngustígnum. Gott er að gefa sér góðan tíma, 2 til 3 klukkustundir til að skoða og njóta útiverunnar. Tilvalið er að ganga niður að Fljótinu, snæða nestið sitt og hlusta á fuglasönginn.Skógræktarstarf á Hallormsstað hófst árið 1903 með því að girt var 12 ha svæði sem nefnist Mörk. Útbúinn var græðireitur á um hálfum hektara sem var upphaf gróðrarstöðvarinnar. Árið 1905 voru gróðursett um 50 blágrenitré efst í Mörkinni. Af þeim standa enn fimm tré og eru þau elstu grenitrén í Hallormsstaðaskógi, skammt fyrir neðan bílastæðið við trjásafnið. Í áranna rás hafa einstök tré og þyrpingar af ýmsum trjátegundum og kvæmum verið gróðursett í Mörkinni og þannig varð trjásafnið til.
View
Sænautasel
Sænautasel á Jökuldalsheiði er einstakur staður við friðsælt fjallavatn, Sænautavatn. Sænautasel er gamalt heiðarbýli en húsið var endurbyggt 1992 fyrir tilstuðlan Jökuldalshrepps og síðan hefur verið tekið þar á móti gestum á sumrin. Í Sænautaseli er hægt að fræðast um aðbúnað og lífsbaráttu þeirra sem bjuggu í heiðinni. Boðið er upp á leiðsögn um bæinn og sagðar sögur af fólkinu og búskaparháttunum á heiðarbýlum sem voru í byggð langt fram á 20. öld. Þar er hægt að fá léttar veitingar að þjóðlegum hætti. Opið er alla daga í júní-ágúst.
Til að fara í Sænautasel er hægt að aka frá þjóðvegi nr. 1 norðan við Skjöldólfsstaði inn á Möðrudalsveg nr. 901 og beygja síðan eftir stuttan akstur inn á Brúarveg nr 907. Eða aka frá Brú á Jökuldal um Brúarveg nr. 907 til norðurs að Sænautaseli. Frá Sænautaseli er stutt í Skessugarðinn örlítið vestar á Jökuldalsheiði og einnig er stutt niður í Stuðlagil á Jökuldal.
Rétt fyrir miðja nítjándu öld hófst landnám í Jökuldalsheiði. Byggðin í heiðinni var að hluta reist á rústum fornbýla ogselja. Í heiðinni er einstaklega fallegt í sumarblíðu og erfitt að gera sér í hugarlund hvernig var að eiga þarna heima allan ársins hring. Fyrsta býlið sem reist var í heiðinni á þessu byggingarskeiði voru Háreksstaðir árið 1841. Á næstu tveimur áratugum risu alls 16 býli í Jökuldalsheiði, það síðasta 1862. Heiðarbýlin voru misjöfn að gæðum og ábúðartíminn var mislangur; frá einu ári á einhverjum þeirra og upp í nærfellt heila öld í Sænautaseli. Ástæður þess að heiðarbýlin byggðust voru einkum plássleysi í sveitum þar sem allar bújarðir voru í ábúð og þéttbýlismyndun og atvinnuuppbygging við sjávarsíðuna var enn lítil. Fólk hafði því fáa valkosti aðra en að vera vinnufólk eða íhúsmennsku hjá öðrum.
Búskaparskilyrði í heiðinni voru ekki á allan hátt slæm þótt víðast væri snjóþungt, enda flest býlin í yfir 500 metra hæð.Hlunnindi eins og silungsveiði í vötnum, rjúpna-, gæsa-, anda- og álftaveiði og grasatekja voru mikil búbót. Þá voru engjalönd sums staðar ágæt a.m.k. ef vel áraði. Hreindýr gengu þarna, en stofninn var þó í sögulegu lágmarki upp úraldamótunum 1900. Um 120 manns munu hafa búið í heiðinni samtímis þegar mest var. Í Öskjugosinu 1875 varð byggðin í heiðinni fyrir miklu áfalli og lagðist af tímabundið á öllum bæjum nema þeim nyrstu. Margir sem fluttust burtfóru síðar til Ameríku. Nokkrum árum síðar byggðust nokkur býlanna að nýju og hélst byggð fram á fyrstu tugi 20. aldar. Síðasta býlið fór í eyði 1946.
Sænautasel byggðist fyrst 1843 og þar var búið til 1943 að undanskildum 5 árum eftir Öskjugosið. Þar var lengst búið allra býla í heiðinni eða samtals í 95 ár. Búskapur á heiðum við erfiðar aðstæður og mikla einangrun hefur orðið íslenskum rithöfundum innblástur að skáldverkum. Margir aðdáendur Halldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu Sjálfstætt fólk. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði. Margir telja að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratug 20. aldar. Heiðabúskapur var einnig viðfangsefni rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Jóns Trausta.
Gamlar sagnir sögðu að sést hefði sænaut í Sænautavatni og fylgdi jafnvel sögunni að það væru undirgöng úr vatninu til sjávar sem sænautin notuðu.
View
Búðarárgil og Búðarárfoss
Falleg gönguleið frá miðbæ Reyðarfjarðar.
Búarárfoss er að finna ofan við Reyðarfjörð. Fossinn er vatnsmikill og fellur niður Búðarkletta, áin rennur niður með miðju þéttbýli Reyðarfjarðar.
Skemmtilegur göngustígur upp Búðarárgil, frá miðbænum upp með Búðaránni. Leiðin liggur m.a. framhjá Íslenska stríðsárasafninu. Búðarklettarnir eru mjög tignarlegir þar sem staðið er undir þeim, þar hafa bjargdúfur (Colombia livia) sinn dvalarstað, jafnframt er þar hrafnslaupur (Corvus corax) og niður í urðinni er talsvert af steindepli (Oenanathe oenanthe), músarindli (Troglodyted troglodytes) og snjótittlingi (Plectrophenaxnivalis).
Skömmu síðar er komið að Búðarárfossi og fyrir ofan hann er stífla Rafveitu Reyðarfjarðar. Rafveitan var stofnuð með sameiginlegu átaki bæjarbúa árið 1930. Enn ofar er svo Svínadalur.
View
Torfhús við Hjarðarhaga
Gömlu fjárhúisn við Hjarðarhaga eru það sem eftir stendur af sex húsa þyrpingu en hin húsin voru fjarlægð um 1970 vegna nálægðar við hringveginn. Nú hafa þessi eftirstandandi hús verið gerð upp í upprunalegri mynd og er grunnformþeirra upprunalegt.
Húsin voru í notkun fram undir 1980 og kallast Efstahús og Miðhús.
View
Eggin í Gleðivík
Eggin í Gleðivík er útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson (f. 1942). Þetta eru 34 eftirmyndir eggja varpfugla sem verpa í nágrenni Djúpavogs. Verkið er sérstaklega gert fyrir staðinn og standa eggin á steyptum stöplum sem áður héldu uppi löndunarröri á milli bryggju og bræðslu.
Mikið fuglalíf er á svæðinu og endurspegla eggin þá seterku tengingu sem Djúpivogur hefur við náttúruna.
Eggin í Gleðivík eru vinsæll áningarstaður ferðamanna og eru orðin eitt af kennileitum Djúpavogs.
View
Tjarnargarðurinn
Tjarnargarðurinn er lítill garður í hjarta Egilsstaða. Kjörinn staður til að njóta verðursældarinnar í skjóli trjánna, fara í lautarferð og allskyns leiki eða hreinlega slaka á og lesa bók.
Einnig er Frisbee golf völlur í garðinum sem er kjörin afþreying fyrir alla aldurshópa og eru leiðbeiningar að því hvernig leikurinn virkar á skilti við innganginn í garðinn nær Minjasafni Austurlands. Einnig er hægt að nálgast frisbee diska á Egilsstaðastofu niðri á tjaldsvæði fyrir þá sem ekki eiga þá.
View
Kárahnjúkavirkjun
Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd Íslandssögunnar og um leið stærsta raforkuframleiðsla landsins. Virkjunin var reist til þess að sjá álverinu á Reyðarfirði fyrir raforku.
Ferð inn í Kárahnjúka er tilvalin bílferð fyrir fjölskylduna. Malbikaður vegur liggur úr Fljótsdal alveg inn að Kárahnjúkastíflu. Hægt er að fara hring um hálendið og fara út Jökuldal eða Jökuldalsheiði til baka en það eru ekki allir hlutar þeirra leiða malbikaðir.
Kárahnjúkasvæðið er kjörið til útivistar. Það er skemmtilegt að skoða Kárahnjúkastíflu sjálfa og Hálslónið. Þegar Hálslón fyllist og fer á yfirfall myndast fossinn Hverfandi við vestari enda stíflunnar og þar steypist vatnið um 100 metra niður í Hafrahvammahljúfur. Fossinn er svakalega aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss. Einnig eru skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu, til dæmis er skemmtileg gönguleið með fram Hafrahvammagljúfri og í Magnahelli en til þess að komast að upphafsstað merktu gönguleiðarinnar þarf fjórhjóladrifinn bíl.
View
Stekkjarvík
Stekkjarvík er útivistarsvæði fyrir fjölskylduna í um 4 km fjarlægð frá þéttbýlinu á Hallormsstað, skammt frá Hafursá. Þar eru leiktæki úr staðbundnum við, kolagrill og borð í fallegum rjóðrum.
View
Frisbígolfvöllur í Guttormslundi
Nú er kominn spennandi og skemmtilegur 9 brauta frisbívöllur í Hallormsstaðaskógi, við Guttormslund.
Hægt er að leggja bílnum á bílastæði við þjóðveginn, merkt Guttormslundur. Tveir eigar eru á hverri braut A og B, hentar völlurinn því öllum tegundum spilara. Hvítu teigarnir eru mjög krefjandi og kúnst að þræða sig í gegnum þröngar brautirnar.
Hægt er að finna nákvæmt kort af vellinum hér.
View
Álfkonusteinn gönguleið
Töluverðan spöl fyrir ofan bæinn Bustarfell í Vopnafirði stendur stór steinn sem kallast Álfkonusteinn. Tiltölulega létt er að ganga frá Bustarfelli að steininum en honum tengist skemmtileg þjóðsaga. Sagan segir að sýslumannsfrú á Bustarfelli hafi í draumi verið leidd inn í steininn. Þar kom hún til hjálpar álfkonu í barnsnauð, sem launaði fyrir sig með fallegum gullofnum vef eða klæði. Klæðið er haganlega gert, framandi og einsdæmi hér á landi, og er nú í eigu Þjóðminjasafns Íslands.
View
Hestaferðir
Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks fararskjóti. Víðsvegar um Austurland eru hestaleigur þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins. Það er einstök og öðruvísi upplifun að njóta austfirskrar náttúru af hestbaki.
View
Páskahellir
Í Fólkvangi Neskaupstaðar eru skemmtilegar gönguleiðir, þar á meðal í Páskahelli. Merkt gönguleið er frá bílaplani yst í Neskaupstað út með ströndinni ofan við sjávarbjörgin að stiga sem liggur niður í grýtta fjöruna við hellinn. Hægt er að ganga áfram og upp utan við hellinn eða fara sömu leið til baka. Páskahellir er skúti sem brimið hefur sorfið í bergið og í gafli hans má sjá sívalar holur eftir tré sem að öllum líkindum stóðu í myndarlegum skógi er varð undir hrauni fyrir um 12 milljónum ára. Þessar holur nýta bjargdúfur nú gjarnan sem hreiðurstæði. Við hellinn má einnig sjá fagurlega formað bólstraberg, volduga bergganga og sums staðar eru holufyllingar af bergkristal og fleiri steindum. Útfellingar mynda víða falleg mynstur í dökkum klettaveggjum og vatn drýpur fram af klettunum. Á veturna verða því oft til fagrar ísmyndanir og voldug grýlukerti i klettaveggjunum. Fögur útsýn er yfir Norðfjarðarflóann austur á Barðsneshorn og til Rauðubjarga með sínu eilífa sólskini. Sjór með smálífverum stendur uppi í pollum og bláliljubreiður skreyta klettana að sumri. Mikið fuglalíf er við ströndina svo sem fýll, mávar, æðarfugl, svartfuglar og endur, t.d. er mjög algengt að sjá þar straumendur að sumri og músarrindill heldur sig löngum við hamrana nálægt stiganum og syngur gjarnan fyrir göngufólk. , mávar, æðarfugl, svartfuglar og endur, t.d. er mjög algengt að sjá þar straumendur að sumri og músarrindill heldur sig löngum við hamrana nálægt stiganum og syngur gjarnan fyrirgöngufólk.
Sagt er að á páskadagsmorgun megi sjá sólina dansa í hellinum og Ferðafélag Fjarðamanna hefur í mörg ár staðið fyrirgönguferðum í hellinn á páskadagsmorgun til að freista þess að sjá sólardansinn. Sagan segir einnig að bóndinn á Bakka hafi þar forðum á páskadagsmorgun náð hami fríðrar selameyjar sem hafði ásamt fleirum úr liði Faraós gengið þar á land til gleðileika. Giftist bóndinn henni og áttu þau sjö börn. Náði hún þá haminum aftur og hvarf í sæ til annarra sjö barna. Seinna bætti sami bóndi kúakyn sitt með sænauti en hann náði að sprengja belg þess við Uxavog sem er á ströndinni innan við Páskahelli. Var talið að selkonan hafi þar sent fyrrum manni sínum björg í bú. Þjóðsaga segir að sænaut og sækýr þekkist á sægráum lit og blöðru sem er á milli hornanna eða á nösum þeirra. Verða þau strax gæf ef hún er sprengd og missa sævareðli sitt. Í fjósi þekkjast kýr af sænautakyni á því að þær snúa ávallt hausnum í áttina til sjávar.
View
Tvísöngur
Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne og er hluti af listaverkaröð sem fjallar um form tónlistar. Verkið er staðsett í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað og var formlega opnað almenningi 5. september 2012.
Verkið samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hæð hvelfinganna er tveir til fjórir metrar og flatarmál verksins er rúmir 30 m2. Hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Tvísöngur virkar þannig sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina og er bæði sjónræn og hljóðræn útfærsla á henni.
Verkinu var valinn staður á sléttum bala á kyrrlátum stað í fjallshlíðinni með útsýni yfir fjörðinn. Verkið býður upp á hljóðræna upplifun sem virkja má til söngs og hljóðtilrauna einstaklinga og hópa í einveru, í samsöng, til eigin yndisauka eða fyrir áheyrendur.
Myndlist Lukasar Kühne snýst um samspil rýmis og tíðni. Hann býr í Berlín og Montevideo, Uruguay, þar sem hann stjórnar deildinni “Form og hljóð” í myndlistarhluta Ríkisháskólans. Verkið á Seyðisfirði tengist verki hans “Cromatico” sem er útilistaverk í Tallinn í Eistlandi, byggt árið 2011. Sjá nánar: www.lukaskuehne.com
Til að skoða og upplifa Tvísöng þurfa gestir að ganga upp malarveg, í 15-20 mín, sem er staðsettur beint á móti Brimberg fiskvinnslu.
View
Skíðasvæðið í Stafdal
Stafdalur er skíðasvæði Seyðfirðinga og er staðsett við þjóðveg nr. 93 milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk.
Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra long. Neðri lyftan er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun en efri lyftan er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun.
Stafdalur hefur mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.
Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli sem er opinn fyrir alla gesti.
View
Hólmanes
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru. Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni. Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar. Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin.
Powered by Wikiloc
View