Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er margt hægt að upplifa og skoða við Austurströnd landsins. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjá daga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna.

Athugið að ef ykkur langar að gera allt sem við mælum með þá þurfið þið að gefa ykkur rýmri tíma. Sumar dagleiðirnar gera ráð fyrir akstri um svæði þar sem takmörkuð þjónusta er til staðar og því gott að vera við öllu búin. Einnig er oft um talsverðan akstur að ræða og því gott að vera búin að ákveða við hvaða áfangastaði á að stoppa svo þið verðið ekki dagþrota.

 

 

Áhugaverðir staðir

Egilsstaðir
Lagarfljót og Lögurinn
Sundlaugin Egilsstöðum
Minjasafn Austurlands
Selskógur
Fardagafoss gönguleið
Reyðarfjörður
Íslenska stríðsárasafnið
Hólmanes
Fáskrúðsfjörður
Fransmenn á Íslandi
Vattarnes
Vattarnesviti
Skrúður
Sandfell
Stöðvarfjörður
Hafnarnesviti
Saxa
Steinasafn Petru
Breiðdalsvík
Beljandi
Aldamótaskógur við Tinnu
Heydalir (Eydalir )
Meleyri
Streitishvarf
Streitisviti
Djúpivogur
Eggin í Gleðivík
Hálsaskógur
Svörtu sandarnir við Djúpavog

Sögur af svæðinu

N4: Uppskrift að góðum degi
Í fjórða þætti af Uppskrift að góðum degi á Austurlandi keyrum við ströndina, frá Reyðarfirði til Djúpavogs. Morgunganga í fjallafaðmi á Reyðarfirði, franski spítalinn á Fáskrúðsfirði, veglegt steinasafn á Stöðvarfirði, Beljandi á Breiðdalsvík og huggulegheit á Djúpavogi.