Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sesam Brauðhús - Handverksbakarí

HANDVERKSBAKARÍIÐ

Síðan 2011 hefur Sesam Brauðhús handverksbakarí haft það að leiðarljósi að framleiða úrvals brauð og sætabrauð úr gæðahráefni. Við keppumst við að skapa notalegt andrúmsloft og veita persónulega þjónustu. Bakarameistarar
okkar hafa samanlagða áratugareynslu í framleiðslu á lúxus handunnum bakarísvörum. Við erum handverksbakarí og því er notkun stórra véla takmörkuð. Hér er allt lagað í höndunum eins mikið og hægt er og getum við því með sönnu boðið upp á handbragð meistarans.

Á hverjum degi framleiðum við margar tegundir af brauði. Meðal annars úr súrdeigi sem við lögum frá grunni. Við notum ýmis spennandi hráefni sem við blöndum í brauðin okkar eftir kúnstarinnar reglum. Byggmjöl, rúgkjarnar, sólkjarnar, graskersfræ og spíraður rúgur er aðeins brot af því sem við notum daglega til að gera brauðin okkar algerlega einstök. Til dæmis er byggmjölið sem við notum í okkar vörur, framleitt hjá Móðir Jörð ehf í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. En það er fyrirtæki í lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu. Byggmjölið er malað úr heilkorna bankabyggi og hefur því alla sömu næringarfræðilegu kosti.

Einnig bjóðum við upp á sérbrauð eins og glúteinlaus og hveiti / gerlaus.

SÆTABRAUÐIÐ

Við bjóðum líka daglega upp á mikið úrval af sætabrauði. Allt frá smástykkjum eins og sérbökuðum vínarbrauðum, hunangsbollum, hafraklöttum, kanilsnúðum og marsípanstykkjum og upp í stórar tertur með marsípani, súkkulaði, sykurmassa eða þeyttum rjóma.

KAFFIHÚSIÐ

Kíktu endilega í heimsókn við tækifæri og skoðaðu úrvalið af því sem við höfum upp á að bjóða. Sjón er sögu ríkari. Við erum staðsett að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði.

SESAM Brauðhús er opið er alla virka daga frá 7.30 til 16.30 og laugardaga frá 9.00 til 15.00.  

Verið ávallt velkomin. 

Sesam Brauðhús - Handverksbakarí

Sesam Brauðhús - Handverksbakarí

HANDVERKSBAKARÍIÐ Síðan 2011 hefur Sesam Brauðhús handverksbakarí haft það að leiðarljósi að framleiða úrvals brauð og sætabrauð úr gæðahráefni. Við k
Búðará

Búðará

Búðará rennur þvert í gegnum byggðina á Reyðarfirði. Í miðbæ Reyðarfjarðar er að finna upphaf fallegrar gönguleiðar sem að liggur meðfram ánni í gegnu
Tjaldsvæðið Reyðarfirði

Tjaldsvæðið Reyðarfirði

Tjaldsvæðið er á fallegum stað við Andapollinn, lítilli tjörn á vinstri hönd við innkeyrsluna í bæinn. Á svæðinu eru sturtur, salernisaðstaða, þvottav
Barkurinn

Barkurinn

Reyðarfjörður er lengstur Austfjarða, um 30 km langur og tæpir 6 km að breidd. Frá fjarðarmynni liggur fjörðurinn í NV en sveigir svo til vesturs þega
Reyðarfjörður

Reyðarfjörður

Hinn 30 kílómetra langi Reyðarfjörður er lengstur og breiðastur Austfjarðanna. Norðmenn starfræktu um tíma hvalveiðistöðvar í firðinum og fiskveiðar e
Íslenska stríðsárasafnið

Íslenska stríðsárasafnið

Andi stríðsáranna endurvakinn Gestir Íslenska stríðsárasafnsins hverfa rúm 70 ár aftur í tímann, allt aftur til 5. áratugarins þegar heimsstyrjöldin s
Búðarárgil og Búðarárfoss

Búðarárgil og Búðarárfoss

Falleg gönguleið frá miðbæ Reyðarfjarðar. Búarárfoss er að finna ofan við Reyðarfjörð. Fossinn er vatnsmikill og fellur niður Búðarkletta, áin rennur
Golfvöllurinn á Reyðarfirði

Golfvöllurinn á Reyðarfirði

Golfvöllur Golfklúbbs Fjarðabyggðar nefnist Kollur og er staðsettur í hlíðinni rétt innan við bæinn á Reyðarfirði.  Völlurinn er 9 holu, par 70 og umv

Aðrir (6)

Austursigling ehf. Fjörður 4 710 Seyðisfjörður 899-2409
Austfjarðaleið Óseyri 1 730 Reyðarfjörður 892-8922
Olís - Þjónustustöð Búðareyri 33 730 Reyðarfjörður 474-1147
Reydarfjörður Apartment Heiðarvegur 2 730 Reyðarfjörður +3546924488
Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Reyðarfirði - (Svæðismiðstöð) Heiðarvegur 37 730 Reyðarfjörður 470-9000
Ferðafélag Fjarðamanna 740 Neskaupstaður 847-1690