Hjarta hvers byggðakjarna slær í miðbænum!
Í Svæðisskipulagi Austurlands 2022 - 2044 er stefnt að því að aðalgötur og miðbæir á Austurlandi eflist sem þjónustu- og menningarmiðstöðvar með aðlaðandi, heilsueflandi og lifandi miðbæjarumhverfi.
Á opnum fundi sem ber yfirskriftina „Miðbæjarskipulag - og hvað svo?“ ætlum við að fjalla um hvað þarf til að þessi framtíðarsýn verði að veruleika. Fundurinn verður í Fróðleiksmolanum, húsnæði Austurbrúar og AFLs við Búðareyri 1 á Reyðarfirði, þann 28. apríl.
Framsögumenn verða:
- Gunnar Ágústsson frá arkítektastofunni Yrki sem er að vinna miðbæjarskipulag á Vopnafirði.
- Vignir Guðjónsson, framkvæmdarstjóri fasteignaþróunarfélagsins Sigtúns sem byggir miðbæ á Selfossi.
- Róbert Óskar Sigurvaldason, framkvæmdastjóri R101, kynnir hugmyndir að þróun og uppbyggingu miðbæjar á Reyðarfirði.
- Vignir Guðjónsson, framkvæmdarstjóri fasteignaþróunarfélagsins Sigtúns sem byggir miðbæ á Selfossi.
- Róbert Óskar Sigurvaldason, framkvæmdastjóri R101, kynnir hugmyndir að þróun og uppbyggingu miðbæjar á Reyðarfirði.
Boðið verður upp á súpu og kaffi á meðan á fundi stendur.
Fundurinn er fyrsti upptaktur að Umhverfisráðstefnu Austurlands sem fer fram 5. júní á Egilsstöðum.
Taktu daginn frá