Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vinsælir áfangastaðir

Búðará
Búðará rennur þvert í gegnum byggðina á Reyðarfirði. Í miðbæ Reyðarfjarðar er að finna upphaf fallegrar gönguleiðar sem að liggur meðfram ánni í gegnum skógi vöxnum árbökkunum. Þegar komið er að Stríðsárasafninu er hægt að velja hvort gengið er eftir skógi vöxnum hálsinum austur af Stríðsárasafninu eða upp að Búðarárfossi.
Grænafell
Skjólsælt og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við þéttbýlið Reyðarfjörð. Auðfær, stikuð gönguleið liggur upp á fellið frá Fagradal. Á Grænafelli er lítið stöðuvatn. Síðan er unnt að fylgja stórfenglegri gönguleið meðfram undurfögru gili Geithúsaár. Stórir steinar í kjarrinu minna á álfaborgir en eru í raun framburður snjóflóða og skriða úr fjallinu.  Áratugum saman var hefð að unglingar gróðusettu hver sitt tré í Grænafellinu og eru stór grenitré dæmi um það. Í Grænafelli var löngum samkomustaður Reyðfirðinga og háðu þeir íþróttamót sín þar.  Nú er þetta vinsælasta göngusvæði þorpsbúa.
Hólmanes
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru.  Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni.  Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar.  Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin. Powered by Wikiloc
Helgustaðanáma gönguleið
Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni.  Helgustaðanáma er gömul silfurbergsnáma í landi Helgustaða í Eskifirði sem var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Helgustaðanáma er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi en þar var silfurberg grafið úr jörðu frá því á 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar. Silfurberg er kennt við Ísland á fjölörgum tungumálum, til dæmis er enska heitið Iceland spar. Mest af því silfurbergi sem er að finna á söfnum víða um heim kemur úr Helgustaðanámu en einhver stærstu og tærustu eintök silfurbergs í heiminum hafa fundist í námunni. Silfurberg er sérlega tærir kristallar af steindinni kalsít en bergið gegndi veigamiklu hlutverki í þróun margvíslegra rannsókna á eiginleikum ljóss. Í dag er silfurbergið friðlýst og stranglega bannað er að nema það brott. 
Geithúsaárgil
Geithúsarárgil er gil sem liggur niður frá mynni Sléttudals undir rótum Grænafells innst í Reyðarfirði. Áin sem rennurniður gilið heitir Geithúsaá er sameinast Norðurá þegar hún kemur niður í fjörðinn. Gilið er stórfenglegt og stórbrotið með þverhníptum hamraveggjum til sitt hvorra handa og hefur mótast af Geithúsaánni í gegnum aldirnar. Áin hefur þannig mótað gilið og er enn að, en gil eru sögð einkenni „ungra vatnsfalla“.  
Barkurinn
Reyðarfjörður er lengstur Austfjarða, um 30 km langur og tæpir 6 km að breidd. Frá fjarðarmynni liggur fjörðurinn í NV en sveigir svo til vesturs þegar innar dregur og lokar þannig innsta hluta sinn frá úthafinu. Víða er aðdjúpt við fjörðinn en það gerir hafnaraðstæður einkar góðuar. Svæðið sem Barkurinn er á nefnist Bakkagerðiseyri. Þar risu lengi framan af fyrstu húsin sem síðar mynduðu þorpið Búaðreyri, eins og þéttbýlið við Reyðarfjörð var nefnt. Við upphaf þessarar þéttbýlismyndunar undir lok 19. aldar settur hér að norsku bræðurnir Ottó og Friðrik Wathne og stofnuðu verslun og útgerð. Barkurinn Árið 1884 létu Wathne-bræðurnir sökkva hluta af bark-skipi á Bakkagerðiseyri. Ofan á han nvar síðan reist bryggja sem hefur frá þeim tíma verið nefnd Barkurinn. Í framhaldi reistu Wathne-bræðurnir pakkhús, söltunarhús og síðar verslunar- og íbúðarhus á Eyrinni. Engin merki sjást um þetta í dag nema gamla bryggjan, sem nú hefur verið talsvert endurnýjuð. Barkskipið má sjá undir bryggjunni þegar sjór er lygn og fjara. Fyrirtæki Wathne-bræðranna hafði starfsemi sína á Bakkagerðiseyri framundir 1905. Með tilkomu Fagradalsvegar árið 1907 varð Barkurinn síðan ein aðal inn- og útflutningshöfn Fljótsdalshéraðs og Reyðarfjarðar. Kaupfélag Héraðsbúa var lengi með mikil umsvif á Reyðarfirði og með rekstur á Bakkagerðis-eyri um árabil. Á hernámsárunum var mikið um að vera á Reyðarfirði. Setuliðið endurbyggði þá Barkann og reyndi um leið að fjarlægja botninn af Barkanum með því að sprengja hann í burtu, en það tókst ekki og hin endurbyggða bryggja hélt áfram sínu nafni. Hvað er Barkskip? Barkskip, eða barkar voru stór seglskip sem voru um langan tíma notuðtil þess að flytja vörur til og frá landinu. Gömul og lúin skip af þessu tagi þóttu víða um landið ákjósanleg undirstaða fyrir hafnargerð. Skipunum var sökkt og ofan á þau voru byggðar bryggjur til þess að þjóna útgerðinni og öðrum skipakomum. Endurbygging Barkans Hafnarsjóður Fjarðabyggðar endurbyggði Barkinn árið 2010. Ný bryggja var byggð ofan á barkskipið en áfram er hægt að sjá gamla skipið mara í kafi undir nýju bryggjunni. Hin nýja bryggja þj´ðonar því hlutverki að vera íbúum og gestum til yndisauka, þannig ða þeir geti veitt, upplifað söguna eða notið útsýnis.
Búðarárgil og Búðarárfoss
Falleg gönguleið frá miðbæ Reyðarfjarðar. Búarárfoss er að finna ofan við Reyðarfjörð. Fossinn er vatnsmikill og fellur niður Búðarkletta, áin rennur niður með miðju þéttbýli Reyðarfjarðar. Skemmtilegur göngustígur upp Búðarárgil, frá miðbænum upp með Búðaránni. Leiðin liggur m.a. framhjá Íslenska stríðsárasafninu. Búðarklettarnir eru mjög tignarlegir þar sem staðið er undir þeim, þar hafa bjargdúfur (Colombia livia) sinn dvalarstað, jafnframt er þar hrafnslaupur (Corvus corax) og niður í urðinni er talsvert af steindepli (Oenanathe oenanthe), músarindli (Troglodyted troglodytes) og snjótittlingi (Plectrophenaxnivalis). Skömmu síðar er komið að Búðarárfossi og fyrir ofan hann er stífla Rafveitu Reyðarfjarðar. Rafveitan var stofnuð með sameiginlegu átaki bæjarbúa árið 1930. Enn ofar er svo Svínadalur.
Völvuleiði
Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir.  Sagnir segja að svo lengi sem enn sé steini bætt í leiðið og því við haldið muni ekkert illt henda firðina.  Þegar Tyrkir sigldu að Austfjarðaströndum gerði völvan sér lítið fyrir og huldi fjörðinn slíkri þoku að ræningjarnir sáu sitt óvænna og snéru við.  Er völvuþokunni léttir er þó frábært útsýni út Reyðarfjörðinn.
Vattarnes
Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin.