Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Flakkað um firði er auðfarin ferðaleið yfir sumartímann, hlykkjóttir firðirnir og spennandi gönguleiðir draga erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn að. Þegar sólargeislarnir lenda á spegilsléttum sjónum á rólegum sumardegi er hvergi betra að vera en flakkandi á milli fjarða á Austurlandi.

Vissir þú að Austurland státar af einhverjum hlýjustu sumardögum á Íslandi? Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að fólk flykkist í miklum mæli austur á land yfir sumarmánuðina til þess að njóta veðursins, spila golf og fara í gönguferðir í miðnætursólinni.

Seyðisfjörður iðar af lífi á sumrin. Vikulega koma ferðamenn frá meginlandinu í fjörðinn með Norrænu, sem siglir frá Danmörku til Seyðisfjarðar með viðkomu í Færeyjum allan ársins hring.

Á sumrin er tilvalið að heimsækja Mjóafjörð, enda einungis fært fyrir bíla yfir hlýjustu mánuðina. Vegurinn yfir Mjóafjarðarheiði er hlykkjóttur og fallegur og eru gestir beðnir um að sýna aðgát þegar keyrt er yfir heiðina. Útsýnið er stórfenglegt þegar komið er niður í fjörðinn og ef bíllinn er rétt útbúinn (fjórhjóladrifinn) er hægt að keyra hann endilangan að Dalatanga – sem er austasti hluti landsins.

Þegar ekið er niður á firði taka á móti gestum bæirnir Reyðarfjörður, Eskifjörður og Neskaupstaður. Allir hafa þeir sín sérkenni og í raun ótrúlegt hve ólík menningin og sagan er á milli staðanna þó vegalengdin sé stutt. Á Eskifirði og Neskaupstað er að finna góða sjávarréttarstaði sem bjóða upp á ferskasta fiskinn úr firðinum hverju sinni. Bæirnir eiga það allir sameiginlegt að vera fjölskylduvænir og ættu allir að geta fundið sér eitthvað til dægrastyttingar – hvort sem það er að skella sér í sund, kíkja á söfn eða ganga um fjölmargar náttúruperlur svæðisins.

Þeir sem „flakka um firði“ ættu ekki að vera í teljandi vandræðum með að eyða nokkrum dögum á svæðinu – án þess að láta sér leiðast. Hægt er að kynna sér sögu verbúða í norsku síldarsjóhúsi á Eskifirði, Stríðsárasafnið á Reyðarfirði gerir tímum Breta og Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöldinni á Íslandi góð skil og Náttúrugripasafnið í Neskaupstað hefur að geyma stórt safn af fuglum og fiskum sem finnast hér á landi.

Náttúruperlurnar leynast víða á ferðaleiðinni. Fossagangan á Seyðisfirði er skemmtileg gönguleið fyrir alla fjölskylduna þar sem fögur fjallasýn, fossar og saga er í forgrunni. Helgustaðanáma í landi Helgustaða í Eskifirði er gömul og jafnframt ein frægasta silfurbergsnáma í heiminum. Silfurbergið í námunni er friðlýst og stranglega bannað er að hafa minjagrip með sér heim – engu að síður er þetta skemmtileg upplifun fyrir alla aldurshópa.

Ferðaleiðin endar á Neskaupstað sem er tilvalinn áningarstaður fyrir þreytta ferðalanga. Hér gefst tækifæri til þess að snúa við og halda aftur til Egilsstaða – eða þá í suðurátt og halda vegferðinni um firði Austurlands áfram. Hægt er að tengjast beint inn á ferðaleið sem liggur um Austurströndina og er þá ekið í átt að Fáskrúðsfirði.

Við mælum með að taka góðan tíma í ferðalagið til að njóta sem best þess sem fyrir augu ber á leiðinni. Hægt er að útbúa eigin útgáfu af ferðaleiðinni með því að nota „Mitt uppáhald“ möguleikann hér á síðunni. Þannig getur þú skipulagt draumaferðalagið þitt um Austurland á þann hátt sem þér hentar best. Góða skemmtun!

Áhugaverðir staðir

Afþreying

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
East Highlanders
Hús Handanna
Minjasafn Austurlands
Sláturhúsið
Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands
Tækniminjasafn Austurlands
Sundhöllin Seyðisfirði
Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar (Landamæramiðstöð)
Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar
Náttúrugripasafnið á Norðfirði
Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar
Safnahúsið á Norðfirði
Skorrahestar ehf
Sundlaugin Norðfirði
Íslenska stríðsárasafnið
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Sjóminjasafn Austurlands
Sundlaugin Eskifirði
Tanni ferðaþjónusta ehf.

Aðrir (7)

Austursigling ehf. Fjörður 4 710 Seyðisfjörður 899-2409
Golfklúbbur Seyðisfjarðar Kúahagi / Vesturvegi 710 Seyðisfjörður 860-1172
Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Reyðarfirði - (Svæðismiðstöð) Heiðarvegur 37 730 Reyðarfjörður 470-9000
Golfklúbbur Byggðarholts / GBE Bogahlið 2 735 Eskifjörður 892-4622
Ferðafélag Fjarðamanna 740 Neskaupstaður 847-1690
Golfklúbbur Norðfjarðar Golfskálinn, Grænanesbökkum 740 Neskaupstaður 477-1165
Upplýsingamiðstöð Norðfirði (Svæðismiðstöð) Sundlaugin á Neskaupsstað - Miðstræti 15 740 Neskaupstaður 477-1243

Veitingastaðir

Aðrir (2)

N1 - Þjónustustöð Egilsstaðir Kaupvangur 4 700 Egilsstaðir 440-1450
Bókakaffi Hlöðum Hlaðir 700 Egilsstaðir 471-2255

Gististaðir

Hotel 1001 nott
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum
Ferðaþjónustan Hafursá
Gistiheimilið Vínland
Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir
Ferðaþjónustan Hafursá
Hótel Edda Egilsstaðir
Hótel Eyvindará
Hótel Valaskjálf
Hérað | Berjaya Iceland Hotels
Tehúsið Hostel
Hafaldan HI hostel - bragginn
Farfuglaheimilið Hafaldan - bragginn
Aldan Hotel & Restaurant
Tjaldsvæði Seyðisfjarðar
Post-Hostel
Hildibrand Hótel
Tjaldsvæðið Norðfirði
Tjaldsvæðið Reyðarfirði
Tjaldsvæðið Eskifirði
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Sólbrekka Mjóafirði

Aðrir (7)

Grásteinn sumarhús Grásteinn 700 Egilsstaðir 859-0852
Media Luna Guesthouse Hafnargata 2 710 Seyðisfjörður 864-3082
Lónsleira íbúðir Lónsleira 710 Seyðisfjörður 849-3381
Undiraldan - a bed in paradise Ránargata 8 710 Seyðisfjörður 897-7163
Við Lónið Norðurgata 8 710 Seyðisfjörður 899-9429
Reydarfjörður Apartment Heiðarvegur 2 730 Reyðarfjörður +3546924488
Hótel Capitano Hafnarbraut 50 740 Neskaupstaður 477-1800