Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðaþjónustan Hafursá

Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum.

Kortlagðir  göngustígar um skóginn eru  gifurlega vinsælir. Stórkostlegt  útsýni  yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið,  1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls.

Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf  til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli.

Einnig eru tvær tveggja herberga  íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin .

Þjónusta
Gestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.
Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.
Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð. 

Afþreying

  • Ganga um skóginn
  • Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn
  • Trjásafnið inn við gróðrarstöð
  • Hengifoss/Litlanesfoss  10 km
  • Hestaleiga 15 km
  • Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km
  • Óbyggðasafnið      25 km
  • Vallanes 10 km  ( móðir Jörð )
  • Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. - 
  • Vök 25 km  (  heitar útilaugar í Urriðavatni )
  • Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km 
  • Kárahnjúkastífla 75 km.
Ferðaþjónustan Hafursá

Ferðaþjónustan Hafursá

Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhver
Stekkjarvík

Stekkjarvík

Stekkjarvík er útivistarsvæði fyrir fjölskylduna í um 4 km fjarlægð frá þéttbýlinu á Hallormsstað, skammt frá Hafursá. Þar eru leiktæki úr staðbundnum
Mjóanes accommodation

Mjóanes accommodation

Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.  Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir
Hallormsstaðaskógur

Hallormsstaðaskógur

Hallormsstaðaskógur var friðaður árið 1905 og varð þar með fyrsti þjóðskógur Íslands. Nú þekur birkiskógur um 350 ha lands innan sömu girðingar auk þe
Bjargselsbotnar - gönguleið

Bjargselsbotnar - gönguleið

Gengið er af stað frá skilti rétt við Hallormsstaðaskóla (gamla Hússtjórnarskólann). Leiðin er merkt með ljósgrænum stikum.Gengið er um framhlaupsurð,