Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Staðbundin hráefni og fjölbreyttar matarhefðir eru í hávegum höfð á Austurlandi. Síðustu ár hefur sala á vörum beint frá býli aukist jafnt og þétt, auk þess sem fleiri veitingastaðir og kaffihús bjóða upp á rétti úr matvöru beint frá býli.

Fjóshornið
Fjóshornið er staðsett á Egilsstaðabúinu, en þar hefur sama fjölskyldan stundað búskap í hartnær 130 ár. Í Fjóshorninu er búið til skyr, ostur og jógúrt allan ársins hring en kaffihús Fjóshornsins er þó aðeins opið á sumrin. Einnig er hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli. Á kaffihúsinu er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi, gæða sér á heimagerðum veitingum og drekka gott kaffi. Því miður verður kaffihús Fjóshornsins ekki opið sumarið 2022 en áhugasamir um kaup á afurðum frá búinu eru hvattir til að hafa samband í skilaboðum á facebook, í tölvupósti eða í gegnum síma.
Móðir Jörð í Vallanesi
Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.   Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
Sauðagull
Hengifoss Food Truck
Við bjóðum upp á mat úr héraði og allt er heimatilbúið af okkur sjálfum. Bjóðum upp á ekta íslenska kjötsúpa, vöfflur eftir uppskrift ömmu minnar og Gúdd ís, ís sem við framleiðum einnig sjálf í Fljótsdal. Til viðbótar erum við einni staðurinn á Íslandi sem framleiðir og býður upp á ís úr sauðamjólk úr okkar kindum frá okkar litla fyrirtæki Sauðagull.  Einnig erum við með vegan og glútenfrí valmöguleika. Við erum hinum megin ána, séð frá stóra bílaplaninu. Hægt er að ganga yfir brúna við bílaplanið eða leggja hjá okkur. 

Aðrir (1)

Blöndubakki Blöndubakki 701 Egilsstaðir 895-8929