Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Veturnir á Austurlandi geta verið langir og kaldir – því er það mikið fagnaðarefni þegar veður fer að hlýna og snjór fer hægt og rólega að hverfa úr fjöllum. Vorin eru frábær tími til þess að leggja land undir fót og heimsækja Austurland. Hér gefst gestum tækifæri til þess að sjá hvernig landslagið breytist frá degi til dags þegar landshlutinn klæðir sig úr vetrargallanum og í eitthvað aðeins léttara. Hafa þarf þó í huga að veðurfar er síbreytilegt á þessum árstíma og eru gestir beðnir um að hafa varann á og kynna sér vel veðurspár og færð á vegum áður en haldið er af stað.

Ferðaleiðin leiðir gesti um háa fjallvegi, fallega dali og firði. Gróðursæld Austurlands ætti ekki að fara fram hjá neinum sem flakkar um firði. Fjallshlíðarnar taka á sig skemmtilegan fjólubláan blæ þegar lúpínan vaknar af vetrardvalanum, og tré og aðrar plöntur taka að blómstra á þessum árstíma. Það er einnig á vor mánuðum sem að uppáhaldsfugl okkar allra, lundinn, gerir sig heimkominn á Íslandi ásamt öðrum fuglategundum – og þá fara lömbin einnig að gera vart við sig.

Gestir munu að öllum líkindum vilja kynna sér þær náttúruperlur sem verða á vegi þeirra. Hafa skal í huga að gönguleiðir geta verið blautar og jafnvel töluvert af snjó ef hækkunin er mikil. Hólmanes fólkvangur, staðsettur á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar er tilvalið útivistarsvæði á vorin. Þar er að finna fjölbreytt fuglalíf og ekki skemmir útsýnið fyrir. Á Austurlandi eru tvö skíðasvæði, í Stafdal við Seyðisfjörð og Oddsskarð í nágrenni við Eskifjörð. Skíðasvæðin eru vanalega opin fram eftir vori en það fer eftir því hversu mikið hefur snjóað yfir veturinn. Þá er árlega haldin skíðahátíðin Austurland Free Ride festival á Eskifirði þar sem byrjendur, jafnt sem lengra komnir gefst einstakt tækifæri til að skíða frá nálægum tindum niður að strönd.

Þegar líða fer á vorið opnar fjallvegurinn yfir Mjóafjarðarheiði. Vegurinn er lokaður yfir háveturinn og verða gestir og heimamenn að reiða sig á ferju sem siglir vikulega á milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Ef þú ert á ferðinni síðari hluta vors skaltu fylgjast vel með á vef Vegagerðarinnar hvort að búið sé að opna veginn yfir heiðina.

Ferðaleiðin endar á Neskaupstað sem er tilvalinn áningarstaður fyrir þreytta ferðalanga. Hér gefst tækifæri til þess að snúa við og halda aftur til Egilsstaða – eða þá í suðurátt og halda vegferðinni um firði Austurlands áfram. Hægt er að tengjast beint inn á ferðaleið sem liggur um Austurströndina og er þá ekið í átt að Fáskrúðsfirði.

Við mælum með að taka góðan tíma í ferðalagið til að njóta sem best þess sem fyrir augu ber á leiðinni. Hægt er að útbúa eigin útgáfu af ferðaleiðinni með því að nota „Mitt uppáhald“ möguleikann hér á síðunni. Þannig getur þú skipulagt draumaferðalagið þitt um Austurland á þann hátt sem þér hentar best. Góða skemmtun!

Áhugaverðir staðir

Afþreying

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
East Highlanders
Hús Handanna
Minjasafn Austurlands
Sláturhúsið
Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands
Tækniminjasafn Austurlands
Sundhöllin Seyðisfirði
Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar (Landamæramiðstöð)
Skorrahestar ehf
Sundlaugin Norðfirði
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Sundlaugin Eskifirði
Tanni ferðaþjónusta ehf.

Aðrir (7)

Austursigling ehf. Fjörður 4 710 Seyðisfjörður 899-2409
Golfklúbbur Seyðisfjarðar Kúahagi / Vesturvegi 710 Seyðisfjörður 860-1172
Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Reyðarfirði - (Svæðismiðstöð) Heiðarvegur 37 730 Reyðarfjörður 470-9000
Golfklúbbur Byggðarholts / GBE Bogahlið 2 735 Eskifjörður 892-4622
Ferðafélag Fjarðamanna 740 Neskaupstaður 847-1690
Golfklúbbur Norðfjarðar Golfskálinn, Grænanesbökkum 740 Neskaupstaður 477-1165
Upplýsingamiðstöð Norðfirði (Svæðismiðstöð) Sundlaugin á Neskaupsstað - Miðstræti 15 740 Neskaupstaður 477-1243

Veitingastaðir

Aðrir (2)

Bókakaffi Hlöðum Hlaðir 700 Egilsstaðir 471-2255
N1 - Þjónustustöð Egilsstaðir Kaupvangur 4 700 Egilsstaðir 440-1450

Gististaðir

Hotel 1001 nott
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum
Ferðaþjónustan Hafursá
Gistiheimilið Vínland
Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir
Hótel Eyvindará
Hótel Valaskjálf
Hérað | Berjaya Iceland Hotels
Tehúsið Hostel
Hafaldan HI hostel - bragginn
Aldan Hotel & Restaurant
Tjaldsvæði Seyðisfjarðar
Post-Hostel
Hildibrand Hótel
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Farfuglaheimilið Hafaldan - bragginn

Aðrir (7)

Grásteinn sumarhús Grásteinn 700 Egilsstaðir 859-0852
Media Luna Guesthouse Hafnargata 2 710 Seyðisfjörður 864-3082
Lónsleira íbúðir Lónsleira 710 Seyðisfjörður 849-3381
Undiraldan - a bed in paradise Ránargata 8 710 Seyðisfjörður 897-7163
Við Lónið Norðurgata 8 710 Seyðisfjörður 899-9429
Reydarfjörður Apartment Heiðarvegur 2 730 Reyðarfjörður +3546924488
Hótel Capitano Hafnarbraut 50 740 Neskaupstaður 477-1800