Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hotel 1001 nott

Hótel 1001 nótt er fjölskyldurekið lúxushótel, staðsett í náttúrulegu umhverfi á bökkum Lagarfljóts, 5 km frá Egilsstöðum.

Hótelið er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar. Gestir okkar geta nýtt sér fallegt útsýni, heita potta undir berum himni, koníakstofu, bar og veitingastað.

Við leggjum áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna.

Gengið er frá hótelgarði inní hvert herbergi, sem eru rúmgóð, 22m2, með sér verönd, stórum glugga frá gólfi upp í loft, og miklu útsýni.

Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stílhreinan máta. með  sér baðherbergi,  hita í gólfum og frían aðgang að interneti.

 

Hótel 1001 nótt er staðsett í fallega grónu landi, með útsýni yfir Vallanes og Fjótsdal. Frá hótelinu er fjallasýn á Gagnheiði, Hött, Sandfell, Snæfell og Fellaheiði.

Við hótelið rennur falleg bergvatnsá, Höfðaá sem steypist í Lagarfljót í tærum breiðum fossi. Í vatnaskilunum  er sandfjara, en þar mætast tær bergvatnsá og gráhvít jökulsá.

Í bergganginum við hótelið eru áberandi skófir, stærsti flekkurinn þekur 4 til 5 m2, sem náttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson segir að séu stærstu samfelldu skófir á Íslandi.

Norðausturland býður upp á óspillta náttúru. Þar eru villt hreindýr í fjöllunum, stærstu varpstöðvar gæsa á Fljótsdalsheiði, og auðvelt að rekast á rjúpur í göngutúr í skógarjaðrinum.

Ýmis afþreying er í boði á svæðinu, svo sem gönguferðir, náttúruskoðun, hestaferðir og fiskveiði. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, í 5 km fjarlægð.

 

Veitingastaður 1001 nótt

Veitingastaður, bar og koníaksstofa eru hlýlega hönnuð með töfrandi útsýni yfir Lagarfljót, með Fljótsdal og Snæfell í bakgrunn.

Kokkarnir leitast við að bjóða upp á árstíðabundna rétti með ferku hráefni, lífrænt ræktuðu grænmeti og góðu víni.

Á morgunverðarhlaðborðinu er er boðið upp á ferskt brauð, ávexti og heimatilbúna rétti.

Hotel 1001 nott

Hotel 1001 nott

Hótel 1001 nótt er fjölskyldurekið lúxushótel, staðsett í náttúrulegu umhverfi á bökkum Lagarfljóts, 5 km frá Egilsstöðum. Hótelið er búið fjölbreyttr
Vallanes

Vallanes

Vallanes er kirkjustaður frá fornu fari og margir þjóðþekktir einstaklingar hafa gengið þar um götu.  Þar er stunduð lífræn ræktun undir vörumerkinu "