Samfélög
Á Austurlandi, sem er 22.721 km², búa 10.900 manns á landfræðilega fjölbreyttu svæði. Byggðin er dreifð og þéttbýliskjarnarnir ólíkir þrátt fyrir að hafa flestir orðið til í kringum sjávarútveg. Í dag eru ferðaþjónusta og iðnaður einnig áberandi á svæðinu en hvert samfélag hefur sín sérkenni. Endilega kíktu í heimsókn!.
Matur og drykkur
Austurland er þekkt fyrir fjölbreyttar matarhefðir þar sem staðbundin hráefni eru í hávegum höfð og þar er úrval veitingastaða og kaffihúsa. Ferðalangar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Vinsælir áfangastaðir
Það er auðvelt að gleyma sér í fallegu umhverfi Austurlands. Hér að neðan höfum við tekið saman vinsæla áfangastaði sem að enginn ferðalangur má láta framhjá sér fara.
Hagnýtar upplýsingar
Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt allt árið um kring svo fólk þarf að vera viðbúið snöggum breytingum, jafnvel oft á dag. Aðal málið er pakka, nokkrum ólíkum lögum af fötum. Hér er listi af hlutum sem þú ættir að taka með þér, óháð því á hvaða tíma árs þú ert á ferðinni. Mikilvægt er að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum.