Djúpivogur
Á syðsta hluta Austurlands tekur fólk lífinu rólega. Hinn einstaklega fallegi bær Djúpivogur er hluti af Cittaslow (alþjóðlegt tengslanet bæja þar sem gott er að búa). Bæir sem taka þátt í Cittaslow hreyfingunni leggja áherslu á ósvikna framleiðslu, heilnæman mat í anda „slow food“ stefnunnar, heillandi handverkshefðir, og umhverfisvernd í takt við gleðina sem hlýst af hæglátu og friðsælu hversdagslífi.
Djúpivogur er friðsæll staður sem skapar svigrúm fyrir íbúa og gesti til gönguferða, könnunarferða, og að anda djúpt. Upplifðu rólegheitin, söguna og sköpunargleðina. Verslunarsaga staðarins nær aftur til ársins 1589, og elsta húsið á Djúpavogi (Langabúð, byggð 1790) hýsir nú söfn og kaffihús. Handverksfólk af svæðinu er með vinnustofur í bænum og óvenjulegar sýningar utandyra, og ekki má gleyma Eggjunum í Gleðivík eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson. Listaverkið samanstendur af 34 eggjum í yfirstærð sem stillt er upp með fram strandlínunni. Þau minna á annan segul Djúpavogs en það er fjölbreytt fuglalíf svæðisins. Grunn lónin, vötnin meðfram ströndinni og leirurnar á svæðinu bjóða upp á kjöraðstæður fyrir margar tegundir fulga, en verndarsvæðið á Búlandsnesi er þekkt á meðal fulglaáhugafólks. Undan strönd Djúpavogs er Papey, lítil óbyggð eyja, þar sem er í sérstöku uppáhaldi hjá þeim sem vilja sjá lunda.
Það sem stelur senunni í landslaginu umhverfis Djúpavog er án efa Búlandstindurinn sem gnæfir yfir allt annað, í 1069 metra hæð. Þjóðsögur herma að á sumarsólstöðum geti fjallið látið óskir rætast og einhverjir trúa að það búi yfir yfirnáttúrulegum kröftum.
Áherslur
Ganga – innan um fuglana í friðlandinu á Búlandsnesi, eða á Búlandstindinn ef þú leggur í eitthvað meira krefjandi.
Bragð – heimagerðu kökurnar í Löngubúð, elsta húsinu í bænum.
Bað – með heimamönnum í sundlaug bæjarins.
Bíltúr – fylgdu hringveginum frá bænum til þess að sjá tilkomumikla náttúrufegurð. Haltu í norður til þess að skoða náttúruverndarsvæðið á Teigarhorni eða Berufjörðinn fallega, eða í suður til þess að sjá svörtu sandana og hrikalega klettana Stapavík.