Egilsstaðir
Egilsstaðir er stærsti bærinn á Austurlandi enda er hann eins konar miðstöð fjórðungsins. Þar má finna alla þá þjónustu sem ferðalangur þarf á að halda. Hinu megin við fljótið er systurbærinn Fellabær. Samanlagður íbúafjöldi er um 3000 manns.
Það er auðvelt að komast í Egilsstaði. Þangað er flogið a.m.k. daglega frá Reykjavík og strætisvagnar tengja Egilsstaði við stærri bæina á svæðinu. Egilsstaðir er frábær miðpunktur til þess að fara í ýmis konar leiðangra út frá. Bærinn stendur bókstaflega við Lagarfljótið (þar sem hinn frægi Lagarfljótsormur býr) og margar gönguleiðir liggja um og umhverfis bæinn. Rétt utan við Fellabæ er ein perlan í frábæru baðstaðasafni Íslands, Vök Baths.
Matur úr héraði er áberandi í matarmenningu Egilsstaða. Þar er hægt að kaupa vörur beint frá býli og fá bjór sem bruggaður er á staðnum. Veitingastaðir eru einstaklega fjölbreyttir en þar má finna allt frá fljótlegum skyndibita til hágæðaveitingastaða sem leggja áherslu á staðbundið hráefni.
Ef þig langar að kynnast menningu staðarins nánar þá er margt í boði, til dæmis sýning Minjasafnsins um það hvernig hreindýr urðu hluti af náttúru Austurlands. Árlega eru haldnar hátíðir með fjölbreytt þemu, t.a.m. djasstónlistarhátíð, Dagar myrkurs og Ormsteiti.
Áherslur
Ganga að Fardagafossi, sem fellur við rætur Fjarðarheiðar.
Bragð af hreindýri af svæðinu á einum af veitingastöðum bæjarins. Grænmetisætur ættu að leita eftir byggi ræktuðu á svæðinu.
Bað með krökkunum úr bænum í sundlaug staðarins, eða í fljótandi laugunum í Vök Baths.
Bíltúr í kringum Lagarfljót, meðal annars til þess að skoða Hengifoss, Skriðuklaustur og Snæfellsstofu.