Reyðarfjörður
Hinn 30 kílómetra langi Reyðarfjörður er lengstur og breiðastur Austfjarðanna. Norðmenn starfræktu um tíma hvalveiðistöðvar í firðinum og fiskveiðar eru stór hluti af sögu staðarins. í dag er álver Alcoa Fjarðaáls einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu, sem gerir Reyðarfjörð að helsta iðnaðarsvæðinu á Austurlandi. Iðnaður á svæðinu kemur ekki niður á náttúrufegurð þess en Reyðarfjörður vakti mikla athygli þegar breska sjónvarpsþáttaröðin Fortitude var að hluta tekin upp í bænum.
Reyðarfjörður tengist Bretlandi einnig í seinni Heimsstyrjöldinni en þá voru Bandamenn með herstöð í firðinum. Ummerki um hana eru enn áberandi á staðnum, en þar eru enn braggar og skotbyrgi. Íslenska stríðsárasafnið sem staðsett er á Reyðarfirði kemur stemmingu stríðsáranna vel til skila, sem er magnað í ljósi þess að Ísland hefur aldrei tekið þátt í hernaði.
Fjölbreytt afþreying er í boði á Reyðarfirði. Mælt er með að ganga upp með Búðaránni, að fossi sem er staðsettur fyrir ofan þorpið, eða í átt að miðbænum. Þeir sem leita að rólegheitum ættu að renna fyrir fisk í Andapollinum, á meðan göngugarpar skella sér í gönguferð um kjarrivaxnar hlíðar Grænafells. Merkt gönguleið liggur á fjallið frá Fagradal, en þar er einnig merkt gönguleið meðfram fallegu gili Geithúsaár. Stórir grjóthnullunar innan um kjarrið gætu verið híbýli álfa en þeir hafa fallið úr fjallinu með snjóflóðum eða skriðum.
Áherslur
Ganga – Grænafell hentar einstaklega vel til afþreyingar og útivistar. Á toppi fjallsins er vatn, og glæsilegt gljúfur mótar landslagið við tindinn.
Bragð – bakkelsi úr vinsælu bakaríi bæjarins eða máltíð á Tærgesen, veitingastað sem staðsettur er í heillandi gömlu húsi sem var einn af tökustöðum Fortitude.
Bíltúr – ef þú ert á suðurleið, með nægan tíma, getur þú valið að fara lengri og mjög fallega leið eftir vegi 955, í stað ganganna ,til Fáskrúðsfjarðar.