Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þvottaá

Þvottá er syðsti bær í Álftafirði. Hallur Þorsteinsson, Síðu-Hallur, sem var meðal kunnustu landsmanna á söguöld, bjó þar í kringum aldamótin 1000. Hann tók við Þangbrandi presti og kristniboða einn vetur og tók skírn ásamt heimafólki sínu í ánni við bæinn og síðan var hún kölluð Þvottá. Neysluvatn bæjarins kemur úr Þangbrandsbrunni, þar sem Þangbrandur er sagður hafa haldið tíðir í tjaldi sínu á Mikjálsmessu. Þar hlýddi heimafólk Síðu-Halls á messu og skírðist síðan daginn eftir. Við brunninn er Þangbrandstótt, sem er friðlýst.

Þvottá var kirkjustaður fram á árið 1754 og prestsetur um skeið. Þar sést ennþá móta fyrir kirkjugarði. Mælifell (487m) er niðri við sjó og Sellönd eru nokkru norðar. Þetta svæði er prýtt litskrúðugu ríólíti og tröllahlöðum. Á þessum slóðum fann Björn Kristjánsson merki um ýmsa málma, s.s. gull, platínu o.fl., einkum í Geitursgili. Þessar bergmyndanir eru tengdar Álftafjarðareldstöðinni fornu, sem er að mestu horfin undir Álftafjörð. 

Við Þvottá er minnisvarði um kristnitökuna og þar er skemmtilegt útivistarsvæði.

Þvottaá

Þvottaá

Þvottá er syðsti bær í Álftafirði. Hallur Þorsteinsson, Síðu-Hallur, sem var meðal kunnustu landsmanna á söguöld, bjó þar í kringum aldamótin 1000. Ha
Stapinn í Stapavík

Stapinn í Stapavík

Í Stapavík, á milli Álftafjarðar og Hafnar, rís um 20 metra úr sjó tignarlegur stapi. Hann er landfastur og stendur rétt örlítið frá bjarginu. Þykir m