Seyðisfjörður
Litagleði og sköpunarkraftur eru áberandi á Seyðisfirði en bærinn einkennist af litskrúðugum húsum og fjölbreyttu listalífi. Síðustu ár hefur staðurinn verið einna þekktastur fyrir hina einstaklega myndrænu Regnbogagötu sem liggur að Seyðisfjarðarkirkju, sem einnig er kölluð Bláa krikjan. Það er auðséð hvers vegna staðurinn er jafn vinsæll á meðal ferðamanna og hann er, náttúrufegurðin í bland menningarlíf staðarins hvetur gesti til þess að draga fram gönguskó og myndavél.
Skærlitu norsku hús bæjarins eru flest byggð á fyrri hluta 20. aldarinnar. Vegna nálægðar við Evrópu og hversu góð hafnarskilyrðin í firðinum eru frá náttúrunnar hendi var bærinn mikilvæg miðstöð verslunar og þjónustu á 19. og 20. öld. Höfnin er enn í mikilli notkun því þangað siglir ferja einu sinni í viku. Ferjan tengir Ísland sjóleiðina við Danmörku og Færeyjar en á sumrin flytur Norræna ógrynni af ferðamönnum til landsins.
Þrátt fyrir að íbúar Seyðisfjarðar séu einungis um 700 þrífst þar öflugt listalíf sem inniheldur meðal annars listahátíðir, gestavinnustofur listafólks, og hljóðskúlptúr uppi í fjalli. Göngustígar áhugasama meðal annars að hljóðskúlptúrnum Tvísöng, inn með Fjarðaránni sem rennur út í fjörðinn, eða um hæðir og dali til þess að skoða fossa og aðra fallega staði.
Þjónustustigið á Seyðisfirði er frábært, þar er mikið um veitinga- og gististaði.
Áherslur
Ganga – innan um fossana á náttúruminjasvæðinu í Vestdal, upp að Vestdalsvatni og skúta Fjallkonunnar.
Bragð – á Seyðisfirði er hægt að fá allt frá einstaklega fersku sushi til skapandi skyndibita, auk þess sem bjór er bruggaður á staðnum undir nafni skips sem fórst á stríðsárunum, El Grillo.
Afþreying – skelltu þér í ferð á kajak, eða fiskibát til þess að reyna fyrir þér í sjóstangveiði.