Dvergasteinn
Dvergasteinninn stendur í flæðamálinu neðan við samnefnda jörð á norðurströnd Seyðisfjarðar er fyrrum var kirkjustaður. Til er þekkt þjóðsaga um ferðalag Dvergasteins á eftir kirkjunni, þegar hún var flutt frá suðurströndinni norður yfir fjörðinn. Steinninn er sérkennilegur að lögun og stingur í stúf við umhverfið. Hann er auðfundinn og aðgengi gott.