Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Við skulum ekki hafa hátt - Útgáfutónleikar

24. maí kl. 16:00-18:00
Útgáfutónleikar Björns Hafþórs.
Laugardaginn 24. maí verða útgáfu- og gleðitónleikar í Stöðvarfjarðarkirkju.
Flutt verða m.a. af austfirzku tónlistarfólki valin lög af nýlega útkomnum geisladiski Björns Hafþórs Guðmundssonar.
Eins og margir vita sendi Björn Hafþór frá sér geisladiskinn „Við skulum ekki hafa hátt“ í lok síðasta árs. Nú langar hann og eiginkonu hans, Hlíf Bryndísi að bjóða upp á lifandi flutning á nokkrum lögun í firðinum fallega og veðursæla í dásamlegum hljóðburði í Stöðvarfjarðarkirkju.
Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00 og er miðaverð 3.000.- Þau sem styrktu útgáfu geisladisksins, með framlögum í fyrra og eiga skráðan miða á tónleikana, greiða að sjálfsögðu ekki, en mega gjarnan staðfesta áform um að mæta (bibbasin@simnet.is / 895-9951).
Við miðasöluna verður hægt að greiða sig inn á kaffihlaðborð, sem haldið verður að tónleikunum loknum á kostnað samkomuhaldara. Allt fjármagn af kaffisölunni rennur beint til styrktar fornleifauppgreftrinum í Stöð. Verð í hnallþórurnar er 2.500.-
Eftirtaldir styrkja tónleikana beint: Sterkur Stöðvarfjörður, Múlaþing, Fjarðabyggð, Anna Björnsdóttir, Jóna Hallgrímsdóttir, Vatnajökull Travel, Tanni Travel, Skálanessetur.
Um leið og við þökkum öllum þeim sem lagt hafa okkur lið með kaupum á diskum, miðum eða á annan hátt, vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Björn Hafþór Guðmundsson
Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir

GPS punktar

N64° 50' 1.690" W13° 52' 25.439"

Fleiri viðburðir