Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bændur og búalið á Jökuldal

12. apríl - 9. maí
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir ljósmyndari er alin upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Árið 2015 ferðaðist hún á milli bæja á Jökuldal, dvaldi hjá gömlum sveitungum og fékk að fanga augnablikin í þeirra daglega lífi. Jökuldælingar tóku vel á móti henni og hún uppskar ekki aðeins fjölbreyttar myndir heldur einstakar stundir með skemmtilegu fólki. Afrakstur ferðalagsins var stór ljósmyndasýning sumarið 2016 en á sýningunni hér á Skriðuklaustri má sjá nokkra vel valda ramma úr heildarverkefninu.
 
Sýningin verður opnuð laugardaginn 12. apríl og stendur til 9. maí.

GPS punktar

N65° 2' 27.379" W14° 57' 11.116"

Sími

Fleiri viðburðir