Upplýsingar um verð
Frítt
Hin árlega ganga frá Valþjófsstaðarkirkju og út í Skriðuklaustur á föstudaginn langa, Áð verður nokkrum sinnum á göngunni og lesið úr Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar.
Gangan hefst kl. 11 og tekur liðlega klukkustund. Tilvalið er að sameinast í bíla frá Klaustri á undan.
Opið er í Klausturkaffi að göngu lokinni og tilvalið að skoða vorsýningarnar á Skriðuklaustri, Snagar í stásstofunni og "Bændur og búalið á Jökuldal" í gallerinu.
Gangan er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar og sóknarpresta á Héraði