Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ösku(dags)fjör í Safnahúsinu

26. febrúar kl. 16:00-18:00
Ösku(dags)fjör í Safnahúsinu 26. febrúar frá kl. 16:00-18:00
Öskupokasmiðja með Soroptimistaklúbbi Austurlands.
Fræðsla um þá alíslensku hefð að hengja öskupoka á fólk og saumaðir öskupokar.
Myndlist með ösku. Börn skapa myndverk úr ösku og kolum og fá fróðleik um efniviðinn og hvernig aska tengist öskudeginum.
Leiðbeinandi: Heiðdís Halla Bjarnadóttir.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga sýnir ljósmyndir úr safni sínu frá öskudagshátíðahöldum liðinna ára.
Aðgangur er ókeypis en börn skulu vera í fylgd með fullorðnum.
Á öskudag eru svo syngjandi börn hjartanlega velkomin í Safnahúsið

GPS punktar

N65° 15' 45.434" W14° 23' 47.097"