Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nýsköpun - frá hugmynd að afurð - Hannes Ottósson

25.-26. febrúar

Upplýsingar um verð

10.000 kr
Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: 25. - 26. febrúar 2025
Tímasetning: 09:00 - 16:00
Námskeiðsgjald: 10.000 kr
Sérfræðingur: Hannes Ottósson lektor í samfélagslegri nýsköpun við Háskóla Íslands
Tungumál: kennt er á íslensku
 

SKRÁNING HÉR

Innifalið
Kennsla og fræðsluefni frá Hannesi Ottóssyni. Hádegisverður báða námskeiðsdagana ásamt kaffi og te.
Á vinnustofunni er farið yfir atriði er varða nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og tækifæri, þróun, mat og úrvinnslu hugmynda. Framsetning miðast við þau verkefni sem frumkvöðull glímir við þegar glæða á hugmynd lífi. Nýsköpun er kynnt sem ferli sem hefst á hugmyndavinnu og þarfagreiningu. Næst er áherslan á að skapa lausn. Að lokum er litið til hagnýtingar á afurð og meðal annars farið yfir fjármögnun og styrkumsóknir auk þess sem stoðumhverfi nýsköpunar eru gerð skil.
 
Vinnustofan hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref við að þróa hugmyndir, einstaklingum með þróaða viðskiptahugmynd sem og lengra komnum frumkvöðlum í eigin rekstri.
 
Hannes Ottósson er lektor í samfélagslegri nýsköpun við Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf í nýsköpun og frumkvöðlafræðum og hefur um árabil kennt og rannsakað nýsköpun og starfað við frumkvöðlastuðning með fjölbreyttum hætti.
 
Dvöl í Hallormsstaðaskóla
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á námskeiðstíma með skóginn umvafinn í kringum þig. Gisting getur verið styrkhæf - allar upplýsingar um kostnað er að finna í gjaldskrá skólans. Sendu okkur tölvupóst hskolinn@hskolinn.is eða hringdu í síma 4711761 til að bóka herbergi.

Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið um staðfestingu á þátttöku. Með því að gefa upp stéttarfélagið þitt hér að neðan veitir þú leyfi til að senda staðfestingu um þátttöku í vinnustofu til félagsins.

Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is

GPS punktar

N65° 5' 42.590" W14° 44' 18.146"

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli

Sími