Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Innsetning eftir Sögu Unn

8. apríl kl. 19:00-21:00
Menningarviðburður" / A Cultural Event - Innsetning eftir Sögu Unn
Þriðjudaginn 8. apríl kl. 19:00–21:00 verður innsetning Sögu Unn opin almenningi í Íþróttahúsinu á Stöðvarfirði.
"Menningarviðburður" / A Cultural Event er fimmta innsetningin í Kennslubóka-seríunni, þar sem gömlum bókum er umbreytt í gogga sem fylla og breyta rýmum á nýstárlegan hátt. Hingað til hefur verkefnið verið sett upp í Sapporo (Japan), Eskifirði, Neskaupstað og Chengdu (Kína).
Með hverri uppsetningu fjölgar goggunum og verkið stækkar. Yfir daginn, frá kl. 9:00–14:00, munu nemendur Grunnskólans á Stöðvarfirði fá tækifæri til að upplifa verkið og skapa sína eigin gogga til að bæta við það – og þannig umbreyta því. Þegar húsið opnar fyrir almenningi um kvöldið geta gestir á sama hátt tekið þátt með því að skapa sína eigin gogga og bæta við fjöldann.

 

GPS punktar

N64° 49' 58.375" W13° 52' 25.221"

Fleiri viðburðir