Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Glæsileg dagskrá á 17. júní í Múlaþingi

17. júní kl. 10:00

Múlaþing í samstarfi við Neista, Huginn og fimleikadeild Hattar býður upp á mismunandi fjölskyldudagskrá á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní 2023.

Egilsstaðir

10:00 - 14:00 Blöðrusala Meistaraflokks Hattar í knattspyrnu kvenna verður í Hettunni við Vilhjálmsvöll.

10:30 Hátíðarmessa fyrir alla fjölskylduna. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Organisti Torvald Gjerde.

11:00 Skrúðganga gengið verður frá Egilsstaðakirkju, Tjarnarbrautina og inn í Tjarnargarðinn við Safnahúsið. Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs leiðir skrúðgönguna ásamt fánaberum.

Dagskrá í Tjarnargarðinum

11:20 Lúðrasveitin endar skrúðgönguna með tónlistaratriði.

11:30 Fimleikasýning í Tjarnargarðinum.

11:30 – 12:30 Móttaka fyrir skúlptúrasamkeppnina, þemað í ár er Dreki. Börn fædd 2011-2018 geta tekið þátt.

11:30 – 14:15 Skemmtilegt í garðinum, hoppukastalar, andlitsmálun, hestar frá Finnsstöðum, Sjoppa – Candy Floss, popp, pylsur og fleira góðgæti.

13:00 Hátíðardagskrá á sviðinu í Tjarnargarðinum:

  • Hátíðarræða
  • Tónlistaratriði
  • Fjallkona
  • Árleg viðurkenning Rótarý
  • Leikfélagið brot úr Gulleyjunni
  • Verðlaunaafhending skúlptúra samkeppninnar
  • Tónlistaratriði

Minjasafn Austurlands
Frítt inn í tilefni dagsins!

Sumarsýningin Ferðalög fyrr á tímum formlega opnuð kl. 14:30.

 

Djúpivogur

14:00 Sápubolti og vatnsrennibraut á Neistasvæðinu.

  • Grill og karókí á pallinum.
  • Leikur í Djúpavogsdeildinni, sigurlið síðasta árs FMD keppir við Vigdísi Finnboga.

 

Seyðisfjörður

10:00 Blómsveigur lagður á leiði Björns Jónssonar frá Firði.

11:00 17. júní hlaup fyrir 6-12 ára hressa krakka. Mæting í Hafnargarðinn, skráning á staðnum og verðlaun í boði.

13:00 Skrúðganga frá Sólveigartorgi að Seyðisfjarðarkirkju þar sem tekur við hátíðardagskrá í garðinum:

  • Hátíðarmessa
  • Fjallkonan
  • Hátíðarávarp
  • Tónlistarflutningur
  • Huginsverðlaun
  • Andlitsmálning

Eftir hátíðardagskrá tekur við gleði og gaman á Sólveigartorgi: Babúbílar, bláir kubbar, dýr og sápukúlubraut.

15:00-18:00: Samfélagsopnun í Vélsmiðjunni. Búðareyri: Saga umbreytinga.

Ókeypis candy floss á meðan birgðir endast.

 

Borgarfjörður

15:00 Stephan Stephensen opnar einkasýninguna True Believer í Glettu, Hafnarhúsi.

Fleiri viðburðir