Eygló býður íbúa Stöðvarfjarðar og aðra áhugasama velkomna á hagnýtan fræðslufund þar sem fjallað verður um varmadælur og hvaða styrkmöguleikar standa til boða fyrir heimili sem vilja spara orku og lækka kostnað við húshitun.
Sérfræðingar frá Parut ehf og Umhverfis- og orkustofnun halda stutt erindi. Að loknum kynningum verður rými fyrir umræður og spurningar þar sem fundargestir fá tækifæri til að fá svör við sínum hugðarefnum.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og verður tekinn upp. Í framhaldi af fundinum verður myndbandið (textað á ensku) birt á heimasíðu Eyglóar sem og á samfélagsmiðlum. Síðar mun einnig koma út bæklingur með helstu upplýsingum frá sérfræðingum um varmadælur á sömu miðlum.
Viðburðurinn er skipulagður af Eygló og styrktur af Sterkur Stöðvarfjörður.
Frítt inn – öll velkomin!
Frítt inn – öll velkomin!

