Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gönguskíðakennsla í Oddskarði

15. mars kl. 11:00-14:00
Við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra í samstarfið við Þorbjörgu (Bobbu) og Skíðasvæðið í Oddsskarði og blása til kennslu á gönguskíðum.
Það verður eitthvað af búnaði til láns og þeir sem eiga búnað eru hvattir til að mæta og fá leiðsögn nú eða að njóta þess að taka hring í brautinni.
Ef þetta er ekki tíminn til að drífa sig á námskeið og læra grunninn að þessu frábæra sporti í skíðaparadísinni okkar hér í Fjarðabyggð.
Bobba verður á svæðinu kl 11-14 svo það er hægt að koma við á þessum tíma og hún fer yfir tæknina og sendir okkur galvösk af stað til að læra það sem þarf.
Endilega fjölmennum, spáin er góð og við hlökkum óskaplega til að sjá ykkur

GPS punktar

N65° 3' 59.232" W13° 53' 58.255"