Það er margt hægt að upplifa og skoða á við nyrstu strandir Austurlands. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjadaga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna. Athugið að vegurinn um Hellisheiði eystri er sumarvegur sem ekki er haldið opnum á veturna.
Hafa ber í huga að ef ykkur langar að gera allt sem við mælum með þá þurfið þið að gefa ykkur rýmri tíma. Sumar dagleiðirnar gera ráð fyrir akstri um svæði þar sem takmörkuð þjónusta er til staðar og því gott að vera við öllu búin. Einnig er oft um talsverðan akstur að ræða og því gott að vera búin að ákveða við hvaða áfangastaði á að stoppa svo þið verðið ekki dagþrota.
Áfangastaðir
Möðrudalur
Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í da…
Möðrudalskirkja
Í Möðrudal á fjöllum stendur lítil og falleg kirkja sem byggð var árið 1949.Jón A. Stefánsson (1880-1971) reisti kirkjuna til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur sem lést árið 1944. Kirkja…
Vopnafjörður
Vopnafjörður er nyrstur Austfjarða, liggur milli Héraðsflóa og Bakkaflóa, víðlendur og veðursæll. Vopnafjarðarhérað skiptist í þrjá dali og um þá falla þrjár af þekktari laxveiðiám landsins, Hofsá, Ve…
Kolbeinstangaviti
Kolbeinstangaviti er tæpir 20 metrar á hæð og stendur á glæsilegum stað í landi Leiðarhafnar í Vopnafirði. Vitinn var byggður árið 1942 en ekki tekinn í notkun fyrr en tveimur árum síðar þegar ljóstæk…
Vesturfaramiðstöð Austurlands
Vesturfaramiðstöð Austurlands er staðsett í menningarmiðstöðinni Kaupvangi.
Í garðinum framan við Kaupvang stendur minnisvarði um þá Vopnfirðinga sem fóru til Vesturheims. Línur úr ljóði Stephans G. S…
Hraunlína
Frá útsýnisstaðnum er horft yfir Lónin, Skógarlón innar og Nýpslón utar. Lónin eru friðlýst vegna þess hve fjölskrúðugt dýralíf þrífst þar við sérstæð skilyrði. Fundist hafa yfir 40 tegundir smádýra í…
Selárlaug í Vopnafirði
Sundlaugin í Selárdal
Sími: 473-1499 - 473-1331netfang: info@vopnafjardarhreppur.is Sundlaugin er staðsett 3,5 km frá þjóðvegi 85 á leið til Bakkafjarðar, 12 km frá Vopnafjarðarkauptúni. Laugin stend…
Sandvík í Vopnafirði
Sandvík er mikil og svört sandströnd innst í Vopnafirði. Svæðið er fjölskyldupardís af náttúrunnar hendi. Þar má tína skeljar, fá sér göngutúr, skoða fuglana, byggja sandkastala eða hvað sem hugurinn …
Geirsstaðakirkja
Geirsstaðakirkja er endurbyggð torfkirkja frá Víkingaöld. Árið 1997 fór fram fornleifauppgröftur á vegum Minjasafns Austurlands sem leiddi í ljós fornt bæjarstæði í landi Litla-Bakka í Hróarstungu. Rú…
Húsey
Náttúrufar við Héraðsflóann er einstakt og heimsókn í Húsey er hrein náttúruupplifun. Þar liggja hundruð sela á sandeyrunum við Jöklu, lómur verpir í tugatali og þar er að finna stærsta kjóavarp í hei…
Þjónustuhús við Stórurð
Þegar ráðist var í uppbyggingu á göngusvæði Stórurðar og Dyrfjalla var ákveðið að byggja um leið þjónustuhús fyrir svæðið. Þessi uppbygging svæðisins styrkir sjálfbæra ferðamennsku í formi gönguferða …
Njarðvíkurskriður og Naddi
Áður en vegur var lagður milli Njarðvíkur og Borgarfjarðar eystra árið 1949, var einungis hægt að fara þar á milli fótgangandi eða á hestbaki. Njarðvíkurskriður voru áður fyrr afar erfiðar yfirferðar,…
Borgarfjörður eystri
Þú ert í góðum félagsskap á þessum fallega stað. Í þorpinu búa um 120 manns, ferðamenn koma til þess að njóta náttúrufegurðarinnar, Íslendingar koma í sína árlegu ferð á Bræðsluna og alls kyns fuglar …
Bakkagerðiskirkja
Skammt frá Álfaborginni frægu í útjaðri þorpsins á Borgarfirði eystri stendur Bakkagerðiskirkja sem vígð var árið 1901. Altaristafla kirkjunar er verk hins kunna listmálara Jóhannesar S. Kjarvals sem …
Lindarbakki
Lindarbakki er lítið fallegt torfhús í miðju Bakkagerði á Borgarfirði eystri. Húsið er vinsælt myndefni ferðamanna og ómissandi viðkomustaður þegar fjörðurinn er heimsóttur. Lindarbakki er upphaflega …
Álfaborg
Rétt hjá þorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri er tignarleg klettaborg sem kölluð er Álfaborg. Álfadrottning Íslands er sögð búa í Álfaborginni en margar sögur um álfa, og samskipti álfa við heimame…
Hafnarhólmi
Í Hafnarhólma, sem stendur við bátahöfnina á Borgarfirði eystri , er afar gott fuglaskoðunarsvæði en hvergi á Íslandi er jafn auðvelt að komast í návígi við lunda. Lundinn est upp í hólmann um miðjan…
Afþreying
Vesturfarmiðstöð Austurlands
Kolbeinstangaviti
Hraunlína
Selárlaug í Vopnafirði
Sandvík í Vopnafirði
Húsey
Álfaborg
Hafnarhólmi
Blábjörg Resort
Veitingastaðir
Hótel Tangi
Hótel Tangi býður upp á 4 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og sjónvarpi. Þar af er eitt með aðgengi fyrir hjólastóla. Einnig eru 13 minni herbergi á efri hæðinni með handlaug og sjónvarpi en með sameiginlegum snyrtingum og sturtum. Heildarfjöldi rúma er 37.
Einnig er í boði ein stúdíóíbúð fyrir allt að 4 manneskjur. Sjónvarp er í öllum herbergju…
Vök Baths eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn, í einungis 5 mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum. Laugarnar eru fullkominn áningarstaður allra þeirra sem vilja upplifa beina snertingu við náttúruna og næra um leið líkama og sál.
Salt Café & Bistro er veitingastaður og kaffihús í miðbæ Egilsstaða.
Við bjóðum fjölbreyttan matseðil og mikil gæði. Matseðillinn inniheldur meðal annars hamborgara, pizzur, salöt, tandoori, fiskrétti og steikur. Við leggjum einnig áherslu á heilsusamlega rétti fyrir fólk með hollan lífsstíl.
Skoðaðu matseðilinn okkar og fylgstu með krítartöflun…
Hérað | Berjaya Iceland Hotels á Egilsstöðum er glæsilegt hótel sem mætir væntingum gesta í hvívetna. Á hótelinu eru 60 herbergi og mjög góð aðstaða til ráðstefnu- og fundarhalda.
Á Lyng, veitingahúsi hótelsins er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og þar er notalegur bar með verönd þar sem gott er að setjast niður og slaka á. Stutt er í alla þjónus…
Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum.
Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar.
Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað.
Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki.
Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem…
Nýr og glæsilegur veitingastaður staðsettur í Hótel Valaskjálf. Matseðillinn er undir sterkum áhrifum frá löndunum við Miðjarðarhafið. Pasta-, fisk- og kjötréttir ásamt ekta ítölskum pizzum, eldbökuðum í handgerðum eldofni frá Róm.
Að sjálfsögðu eru pizzurnar gerðar af sönnum ítölskum pizzaiolo og eingöngu úr ítölskum hráefnum. Opnunartími er 18:00…
Askur Pizzeria er veitingastaður samtengdur handverksbarnum Aski Taproom. Við bjóðum upp á eldbakaða, þunnbotna pizzu, ásamt salötum og eftirréttum. Hægt er að velja af matseðli eða setja saman eigin pizzu úr úrvali áleggja sem í boði eru.
Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.
Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál.
…