Möðrudalskirkja
Í Möðrudal á fjöllum stendur lítil og falleg kirkja sem byggð var árið 1949.Jón A. Stefánsson (1880-1971) reisti kirkjuna til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur sem lést árið 1944. Kirkjan er byggð á grunni eldri Möðrudalskirkju. Jón bæði smíðaði og skreytti kirkjuna, hann málaði meira að segja altaristöfluna, sem sýnir fjallræðuna.
Áður fyrr var prestsetur í Möðrudal, sem lagðist niður árið 1716 en þá fór staðurinn í eyði í nokkur ár.