Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hestaferðir

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks fararskjóti. Víðsvegar um Austurland eru hestaleigur þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins. Það er einstök og öðruvísi upplifun að njóta austfirskrar náttúru af hestbaki. 

Fjölskylduvænar listahátíðir

BRAS
BRAS er menningarhátíð þar sem börnum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðasta samhengi. Hún var haldin í fyrsta skipti í september 2018 og sem fyrr segir hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust.
List í Ljósi
Hátíðin List í ljósi er haldin á Seyðisfirði í febrúar ár hvert, þegar fyrstu geislar sólar ná til bæjarins eftir fjögurra mánaða fjarveru.