Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

LISTAHÁTÍÐ

List í Ljósi

List í Ljósi

Hátíðin List í ljósi er haldin á Seyðisfirði í febrúar ár hvert, þegar fyrstu geislar sólar ná til bæjarins eftir fjögurra mánaða fjarveru.

Hátíðin samanstendur af samfélagsdrifnum og fjölskylduvænum listviðburðum sem fara fram utan dyra og aðgangur er ókeypis. List í ljósi umbreytir Seyðisfirði með ljósadýrð og spennandi listaverkum. Innlendir sem erlendir listamenn taka þátt í hátíðinni sem bókstaflega lýsir upp Seyðisfjörð. Fjölbreytni er í fyrirrúmi en hátíðin inniheldur innsetningar, myndvörpun, gjörningar og upplifun á stórum skala.

List í Ljósi býður einnig uppá kvikmyndahátíð undir heitinu “Flat Earth Film Festival”, sem hefjast í vikunni fyrir hátíð.
Meðfram viðburðum á dagskrá List í Ljósi eru í gangi kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar og aðrar uppákomur – allt ókeypis.

Information