Upplýsingar um verð
Námskeið í að sauma leðurtöskur
Á námskeiðinu er unnið á venjulegar saumavélar og ein taska saumuð með ákveðnu sniði og er sú taska innifalin í verði námskeiðsins. Þar verður kennd helsta tækni og vinnulag við að sauma leður í saumavél. Ef tími er til að vinna meira enn eina tösku og er hægt að fá fleiri snið af töskum og beltum. Hægt er að kaupa efni eða koma með sitt eigið. Þá er tilvalið að vinnu úr notuðu svo sem gömlum leðurjökkum eða öðru sem til er enda endurvinnslan alltaf skemmtileg.
Þá er einnig á námskeiðinu farið yfir grunn tækni við það að sauma í höndum úr skinni með hárum t.d. refaskinni. Strekkja til og forma eftir sniði og sauma.
Saumavélar eru í skólanum en mjög gott að hafa sína eigin vél með og læra á hana ef ætlunin er að vinna meira að námskeiði loknu. Vélar með yfirflytjara eru bestar í leðursaum. Þá er um að gera að koma með allar sínar saumagræjur málband, skæri, tvinna og þess háttar. Ef þið eigið sterkan tvinna er gott að hafa hann með, en tvinni er einnig til í skólanum. Fóður, rennilása og fylgihluti er um að gera að hafa með. Það þarf að fóðra töskurnar og er oft fallegt að hafa það úr öðru en venjulegu fóðri, t.d. hör, flauel, gervi rúskin eða annað sem þið eigið, ekki fara að kaupa heldur takið með það sem þið eigið, nýtið úr gömlu eins og hægt er.
Tæknin sem þið lærið nýtist mjög vel í að sauma fatnað úr leðri ef þið eruð vön að sauma föt. Þekking á saumaskap er mjög gott að hafa því ekki er einfaldast að byrja sinn saumaskap í leður.
Kennarinn Signý Ormars hefur unnið lengi í leður og þá aðalega í hreindýraleður í gegnum árin og kennt til margra ára á mismunandi stöðum m.a. versluninni Hvítlist, Hallormsstaðaskóla og Textílmiðstöðinni á Blöndósi.
Innifalið
Kennsla og fræðsluefni. Efni í eina leðurtösku samkvæmt verkefnalýsingu, afnot af tækjum og tólum til leðursaums. Hádegisverður báða dagana ásamt kaffi og te á vinnustofutíma.
Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku.
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is