Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

East Highlanders
East Highlanders er fjölskyldu fyrirtæki og er rekið af hópi reyndra ökumanna og leiðsögumanna sem hjálpa þér að skapa nýjar minningar á Austurlandi.  Við sem störfum hjá fyrirtækinu köllum okkar minningarsmiði, við bjóðum upp á dagsferðir um Austurland fyrir litla hópa ásamt því að taka móti stærri og minni hópum í Hallormsstaðarskógi.  Við byggjum á traustum grunni og höfum tekið á móti gestum síðan árið 2010. Markmið okkar er að veita eftirminnilega dvö á Austurlandi. Við kappkostum að vera félagslega og umhverfislega ábyrg, uppfylla þarfir gesta okkar og fara fram úr væntingum þeirra.  Endilega skoðaðu vefinn okkar og sköpum nýjar minningar saman.  DagsferðirUpplifðu Austurland í ró og næði. Dagsferðir eru fullkomnar fyrir minni hópa. Við bjóðum upp á jeppaferðir með leiðsögumanni sem fer með þig og þinn hóp um svæðið og skoðum helstu perlur Austurland. þú getur bókað ferð í Stuðlagil, Mjóafjörð og á Borgarfjörð Eystri. Einnig getum við búið til sérferð ef þig langar að skoða aðrar perlur.  HallormsstaðurÍ skóginum tökum við á móti hópum og bjóðum við upp á Axarkast Axarkast er ekki nýtt á nálinni, þetta er tilvalið fyrir þá sem hafa keppnisskap og vilja koma adrenalíninu af stað. Þessi afþreying fer fram utandyra og frábær fyrir þá sem vilja hafa gaman. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja hópefli fyrir hópinn þinn þar sem hægt er að bæta við bogfimi, ratleik og ketilkaffi. Hafðu samband og við undirbúum einstaka upplifun í skóginum.    Sköpum góðar minningar saman og sjáumst með góða skapið – East Highlanders teymið
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi. Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri. Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum. Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
Snæfellsstofa, Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs
Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa opnaði sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins samkvæmt breska umhverfisstaðlinum BREEAM. Í Snæfellsstofu er sérlega áhugaverð og falleg sýning, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Sýningin leggur áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins. Við hönnun hennar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum. Minjagripaverslun er í gestastofunni með áherslu á vörur úr heimabyggð og nágrannasveitum þjóðgarðsins. Kaffi, te og léttar veitingar eru til sölu Gestastofan er staðsett á Skriðuklaustri örlítið lengra inn dalinn en þar sem beygt er upp á Fljótsdalsheiði. Aðgengi er fyrir fatlaða. Aðgangur er ókeypis. Opnunartími:Opnunartíma má finna á með því að smella hér. 
Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður
Skriðuklaustur er merkur sögustaður í Fljótsdal, ekki síst þekktur fyrir stórhýsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) byggði þar árið 1939. Frá aldamótum hefur Gunnarshús verið opið sem menningar- og fræðasetur með fjölbreyttum viðburðum og sýningum. Þar hægt að skoða safn um skáldið og njóta persónulegrar leiðsagnar um ævi Gunnars og húsið sjálft sem var gefið íslensku þjóðinni árið 1948. Húsið er friðað en það er teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger. Skriðuklaustur er einnig þekkt fyrir klausturminjar en á 16. öld stóð þar munkaklaustur af Ágústínusarreglu. Rústir þess voru grafnar upp á árunum 2000-2012. MInjasvæðið er aðgengilegt allt árið, rétt neðan við Gunnarshús. Hægt er að fá leiðsögn um minjasvæðið en sýning um sögu klaustursins er í húsi skáldsins. Þar er einnig veitingastaðurinn Klausturkaffi.  Opnunartími Apríl og maí, kl 11-17Júní - ágúst, kl. 10-17September - 13. október, kl. 11-17    
Frisbígolfvöllur í Guttormslundi
Nú er kominn spennandi og skemmtilegur 9 brauta frisbívöllur í Hallormsstaðaskógi, við Guttormslund.  Hægt er að leggja bílnum á bílastæði við þjóðveginn, merkt Guttormslundur. Tveir eigar eru á hverri braut A og B, hentar völlurinn því öllum tegundum spilara. Hvítu teigarnir eru mjög krefjandi og kúnst að þræða sig í gegnum þröngar brautirnar. Hægt er að finna nákvæmt kort af vellinum hér.
Kajak Gilsá - Atlavík
Að róa á kajak meðfram skógivaxinni ströndinni frá Fljótsbotni og út í Atlavík er stutt en falleg leið. Auðvelt er að koma bátnum á Lagarfljótið á sandeyrunum við ósa Gilsár. Á leiðinni eru margar litlar víkur þar sem hægt er að taka land. En rétt að hafa í huga að Lagarfljótið er mjög kalt og djúpt og ekki ráðlegt að róa á því nema í stilltu veðri.
Stangveiði í Kelduá
Kelduá í Fljótsdal rennur um Suðurdal og fellur síðan út í Jökulsána. Í ánni er bæði staðbundinn urriði og bleikja. Veiðileyfi eru seld á Hengifoss gistihúsi. Gilsá fellur í Lagarfljótið skemmt fyrir innan Hallormsstaðaskóg. Silungur úr Fljótinu leitar upp í ósa árinnar, bæði urriði og bleikja. Skógræktin leyfir stangveiði í ósnum án endurgjalds. Jökulsá í Fljótsdal er tær stóran hluta árs eftir virkjun við Kárahnjúka. Í henni er staðbundin bleikja.  Veiðileyfi eru seld á Óbyggðasetrinu og einnig er hægt að leigja þar stangir.
Stekkjarvík
Stekkjarvík er útivistarsvæði fyrir fjölskylduna í um 4 km fjarlægð frá þéttbýlinu á Hallormsstað, skammt frá Hafursá. Þar eru leiktæki úr staðbundnum við, kolagrill og borð í fallegum rjóðrum.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári gönguferðir á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og á heimasíðunni www.ferdaf.is. Eins stendur ferðafélagið fyrir gönguferðum annan hvern sunnudag allan ársins hring. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gönguskála. Þrír þeirra eru á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri; Í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Tveir eru við gönguleiðina á Lónsöræfum; Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn og einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála.
Leitin að gulli ormsins
Ævintýraleikur á Héraði Héraðið er í hættu vegna þess að gullhringur Lagarfljotsormsins er horfinn og skrímslið gæti brotið hlekki sína ef hann finnst ekki. Fjölskyldur á ferðalagi um austurland geta í sumar hjálpað föruneyti hringsins við að finna gull ormsins með því að taka þátt í skemmtilegri fjársjóðsleit um Fljótsdalshérað. Þátttakendur slást í för með Hrafnkeli Freysgoða og Álfgerði á Ekkjufelli sem leiða föruneytið með hjálp Turf Hunt appsins frá Locatify. Á völdum stöðum þarf að takast á við áskoranir og leysa þrautir til að safna rúnum er mynda lausnarorð sem leiðir að staðnum þar sem gullið er falið. Kort með upplýsingum um leikinn og tillögum að dagleiðum um Héraðið er að finna á flestum gististöðum og víðar, t.d. í Snæfelssstofu og á Skriðuklaustri. Þið getið nálgast appið hér.
Leitin að týnda eldinum
Ævintýra ratleikur í Fljótsdal Leitin að týnda eldinum er fjölskyldu ratleikur fyrir síma. Mælt er með 6+ ára vegna lengd leiksins. Dreki, sem er landvættur Austurlands, hefur misst eiginleikann að spúa eldi. Til þess að hann geti varið Austurland fyrir þeim illu öflum sem að okkur sækja þurfið þið að hjálpa honum að endurheimta máttinn. Vinir hans eru aðrar vættir sem eru dreifðar um Fljótsdalinn. Þeir hjálpa ykkur að finna vísbendingar. Leikurinn er eingöngu á Íslensku og aðgengilegur í gegnum appið turfhunt. Það þarf að keyra á milli stöðva og tekur um 3-5 tíma að uppgötva og klára þær 10 stöðvar sem eru í leiknum. Leikurinn var gerður með styrkjum frá samfélagssjóð Fljótsdalshrepps. Hann er gott dæmi um hvernig einföld leikjagerð getur nýst við að miðla staðbundna sögu og menningu ásamt því að vera tól til betri dreifingu ferðafólks. Leikurinn er myndskreyttur af henni Aldísi Önnu Þorsteinsdóttur. Linkur til að sækja turfhunt appið er hér. 
Skógarævintýri á Hallormsstað
Ævintýra ratleikur í Hallormsstaðaskóg Þessi leikur fer fram á svæðinu milli tjaldsvæðanna í Atlavík og Höfðavík. Þór skógarvörður þarf á ykkar hjálp að halda því að óvættir eru komnar á kreik í skóginum sem brjóta tré og seiða til sín menn og dýr. Gömul galdraþula til að svæfa verurnar er týnd. Gefið liðinu ykkar heiti og fylgist með hvort ykkar liði gengur betur en öðrum að finna þuluna. Það skiptir ekki máli hvar þið byrjið en þið þurfið að finna alla staðina á kotinu til að klára leikinn. Leikurinn er eingöngu á íslensku og er labbað á milli stöðva. Linkur til að sækja turfhunt appið er hér.